17. júní hátíðahöld á Spáni

sumard

Veitingastaðurinn Black Bull ætlar að halda 17 júní hátíðlegan á staðnum og verður þar margt til gamans gert og er dagskráín svohljóðandi :

Skrúðganga hefst kl 13:30 og frá kl 14:00 til 16:00  verða skemmtikraftar á svæðinu sem skemmta börnum og fullorðnum

 

Seldar verða á staðnum: SS pylsur á íslenskan máta . Ennfremur verða seldir hamborgarar og kjúklingabringur

 

Eftir kl 18:00 verður svo hægt að panta mat af   hinum  margrómaða A la Carte matseðili staðarins

Það er von okkar í stjórn félagsins að sem flestir Íslendingar mæti á svæðið og skemmti sér saman og taki þátt í að gera þetta að sem veglegustum viðburði.Það er staðarhöldurum til sóma að efna til svona veislu á þjóðhátiðardeginum og munum við flytja þær fréttir sem koma til með að berast  fyrir hátíðarhöldin svo og birta myndir og fréttir af hátíðarhöldum.  Góða skemmtun