Fyrstu myndir frá vorferð FHS

0
00 Canelobre

Útsýni frá Cuevas de Canelobre

Mánudagur, 27. apríl 2015.

Vorferð FHS í ár þótti takast með ágætum. Eru fyrstu myndirnar birtar hér, en reikna má með fleiri myndum síðar. Ekki voru teknar myndir inni í hellunum, en það var óheimilt. Voru teknar myndir fyrir utan hellana. Einnig á veitingastaðnum Rincón de Pepe og á Valorsafninu. Síðar munu væntanlega berast fleiri myndir, t.d. frá Guadalest. (more…)

Frétt frá GoldCar bílaleigu

0

BílaleigaÁgætu félagar

Eftir talsverðar bréfaskriftir og símtöl við GoldCar bílaleigu sem við erum umboðsmenn fyrir hefur bílaleigan fallist á að ekki verði rukkað fyrir aukabílstjóra fram til 30 júní 2015 fyrir þá bíla sem pantaðir eru gegn um bókunarvél á okkar síðu aðir umboðsmenn sem höfðu sérstaka samninga við bílaleiguna fengu uppsögn á þessum samningum  frá marsmánuði . Frá 1 júlí 2015 verður hins vegar rukkað fyrir aukabílstjóra hjá okkur eins og gert hjá öðrum umboðsmönnum þeirra  Þetta er gert til að við fáum aðlögun að þessum nýju reglum þeirra.Eftir sem áður verður ekki rukkað gjald fyrir viðskipatavini sem koma eftir miðnætti til að sækja pantaðan bíl á okkar vegum. Við vonum að þessar breytingar komi sér ekki mjög illa fyrir félagsmenn okkar sem þegar hafa pantað bíla þó svo að allir sjái að þetta hefur aukinn útgjöld í för með sér. Sem sagt fram til fyrsta júlí eru aukabílstjórar fríir.Bið ég fólk að hafa þetta í huga þegar bíll er pantaður .Á staðfestingu frá GoldCar kemur hins vegar fram að greiðslu þurfi að inna af hendi fyrir þennan þátt en það er ekki reiknað inn á reikning þegar bíll er sóttur

 

 

Vorferðin á morgun – lægri aðgangseyrir í hellana

0
Vorferð FHS 2015

Gott væri ef áhugasamir um hellaskoðunina
hefðu aðgangseyrinn tiltækan á leiðinni í rútunni.

Sunnudagur, 26. apríl 2015.

Þá er það vorferðin, en lagt verður af stað í fyrramálið upp úr klukkan hálf tíu frá sundlaugarbarnum í Las Mimosas. Ákveðið hefur verið að smala saman aðgangseyrinum meðal áhugasamra um hellana Cuevas de Canelobre. Með því greiða fyrir alla í einu fæst aðgangsreyririnn lækkaður út 6 evrum niður í 3,50 á mann. Væri mjög hentugt ef áhugasamir myndu hafa tiltækar 7 evrur pr. hjón/par, þar sem ekki er víst að sé til næg skiptimynt fyrir alla.

Gleðilegt Sumar

0

23/4 2015

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar

Kæru félagar og velunnarar

Fyrir hönd stjórnar FHS  vil ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Vonandi er að sumarið í sumar verði betra núna fyrir ferðamennsku m.a. vegna betri verðs á flugsætum .Nú þegar vorferð FHS er að bresta á þá þakka ég ykkur fyrir hversu vel þið hafið brugðist við þessari nýbreytni í félagsstarfinu og tekið þessu framtaki okkar með opnum hug og góðri mætingu og er það von mína að þessi ferð verði okkur í stjórn félagsins til sóma og allir verði ánægðir að ferð lokinni og óska ég ykkur góðrar og ánægjulegrar ferðar. Og eitt er víst að ekki mun veður spilla þessari ferð þar sem sumarið er brostið á í sólarlandinu Spáni

kveðjur

Ómar Karlsson

formaður

Fullbókað í vorferð FHS

0
Costa_Azul

Nýjasta rútan í bílaflota Costa Azul

Miðvikudagur, 22. apríl 2015.

Rétt er að komi fram að nú er fullbókað í vorferð FHS í ár. Þeir, sem eiga bókuð sæti, skulu hafa gert upp þátttökugjaldið eigi síðar en á hittingum núna á föstudaginn. Að öðrum kosti má reikna með að sætum þeirra verði ráðstafað til fólks á biðlista. Því er enn opið fyrir skráningar í ferðina ef ske kynni að einhverjir kunni að heltast úr lestinni einhverra hluta vegna.

Vorferð FHS 2015

0
Frá vorferð  vorið 2014

Frá vorferð vorið 2014

Góðir félagar

Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur í stjórn FHS að sjá hversu góð aðsókn er í vorferð okkar þetta árið og eru þó enn þá nokkur sæti laus í ferðina .Þetta er önnur ferðin sem FHS stendur fyrir á Spáni en á síðasta ári tók stjórn undir forystu Sigurðar Þ Ragnarssonar þá ákvörðun að reyna að koma á ferð fyrir félagsmenn sem yrði að árlegum viðburði í félagsstarfinu .Við í núverandi stjórn tókum við keflinu og settum á þessa ferð sem svo  Sveinn Arnar og Katrín Árnadóttir tóku að sér að halda utan um ásamt Valgarð varaformanni. Ekki er að efa að þessi ferð verður hin besta skemmtun og vel undirbúinn af hálfu skipuleggenda og hafa þeir lagt metnað sinn í að gera hana sem fjölbreyttasta og fróðlegasta.Það er von okkar í stjórn að allir njóti þess sem uppá er boðið sem allra best.Eins og áður sagði eru nokkur sæti laus í ferðina og er því rétt að hafa hraðar hendur fyrir þá sem eftir eru að panta að tryggja sér sæti sem allra fyrst. Til fróðleiks má svo geta þess að stefnt verður að haustfagnaði fyrir félagsmenn  á Spáni og verður hann vonandi með líku sniði og síðasta ár.Þáttakendum í vorferð 2015 óskum við góðrar og ánægjuríkrar ferðar og hlökkum við til að heyra frá þáttakendum að ferð lokinni

Kveðjur  fh stjórnar

Ómar Karlsson

formaður

Frá Kötu fararstjóra í vorferð FHS

0
Rincón de Pepe

Veitingastaðurinn Rincón de Pepe

Mánudagur, 20. apríl 2015.

MAÐUR ER MANNS GAMAN!!
Fyrsti áfangastaður okkar verður í stórum hellum í fjöllunum nálægt þorpinu Busot.
Þessir hellar eru ótrúleg sjón. Allavega fannst okkur Reynaldi það, þegar við komum þangað fyrir nokkrum árum. Þeim sem ekki treysta sér í göngu niður á gólf hellisins býðst að standa á útsýnispalli og horfa yfir alla dýrðina. Aðgangseyrir er 6 evrur og sjón er sögu ríkari. (more…)

Tapashátíð í Torrevieja

0
Tapasréttirnir eru fjölbreyttir og ljúffengir.

Tapasréttirnir eru fjölbreyttir, litríkir og ljúffengir.

Föstudagur, 17. apríl 2015.

Um helgina og þá næstu er haldin tapashátíð í Torrevieja,  Þá bjóða margir staðir í miðbænum  uppá tapas og drykk fyrir 2- 2,5 evrur. Síðan greiða menn atkvæði um besta tapasréttinn en vegleg verðlaun eru í boði,

Tapasréttirnir eru í boði milli  12 og  16:30 og frá  19:30 til 23  frá fimmtudegi til sunnudags. Hér sjá hvaða staðir taka þátt í tapashátíðinni og upplagt er að taka gönguferð milli staðanna og greiða svo atkvæði um besta tapasréttinn. Kjörseðillinn fyrir besta tapasréttinn er hér. 

Þeir sem hafa safnað 10 heimsóknum á tapasstaði þessar tvær helgar eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun en kjörseðlum skal skilað þegar 10 heimsóknum með viðeigandi stimplum á seðilinn hefur verið safnað.

Hafi menn ekki enn komist uppá lagið með tapashefðina þá er sannarlega gott tækifæri til þess nú.

Vorferð FHS 2015

0
Vorferð FHS 2015

Cuevas de Canelobre / Guadalest
Rincón de Pepe / Valor

Mánudagur, 13. apríl 2015.

Í ár verður vorferð FHS í annað sinn og hefur verið ákveðið að fara mánudaginn 27. apríl. Verður ferðinni að þessu sinni heitið til hellanna Cuevas de Canelobre við bæinn Busot. Þaðan verður farið til Guadalest. Um þrjúleytið verður svo snætt á Rincón de Pepe, veitingastað sem er ekki langt frá Guadalest á leiðinni áfram. Síðan verður farið til Villajoyosa, en þar verður Valor súkkulaðiverksmiðjan heimsótt. (more…)

Viðburðadagatal FHS

0
Dagatal FHS

Best er að smella á DAGATAL til
að fá yfirlit yfir alla viðburði (sjá ör)

Mánudagur, 30. mars 2015.

Það hefur borið á því að ekki hafa allir viðburðir á vegum Íslendinga færst af dagatalinu yfir í dálkinn „Á döfinni“ hægra megin á vefsíðu FHS. Hér virðist vera um að ræða e-t kerfismál, sem ekki er til staðar kunnátta til að kafa í. Viðburðir á borð við bridge-inn á mánudögum og félagsvistina á miðvikudögum hafa ekki verið sýnilegir í dálkinum. (more…)