Hittingar á Kænunni hefjast á miðvikudag

0
kaenan

Kænan í Hafnarfirði

Miðvikudagur, 27. maí 2015.

Hittingar Spánarvina á Íslandi hefjast á ný á morgun, miðvikudaginn 27. maí. Sem fyrr verður hist í Kænunni í Hafnarfirði, við smábátahöfnina þar, Hittingarnir hafa verið vel sóttir og fjölmargir Spánarvinir koma saman vikulega af þessu tilefni og hafa gaman og gagn af.

Hittingarnir hefjast klukkan þrjú og eru allir velkomnir.

Eurovisionpartýi aflýst

0
Eurovision 2015

Fulltrúi Íslands á Eurovision

Miðvikudagur, 20. maí 2015.

Uppfært 23. maí.
Áður fyrirhugðu Eurovisionpartýi, sem átti að vera á sundlaugarbarnum í Las Mimosas í kvöld, hefur verið aflýst. Kom það í ljós núna í kvöld kl. 20:00. Vertinn Victor ákvað að loka, þar sem hann kvaðst viss um að það hefðu nánast engir Íslendingar áhuga á að mæta eftir að íslenska lagið datt út í forkeppninni.
(more…)

Upplýsingar um flugbókanir aðgengilegri

0

heimsferdir

Eitthvað hefur borið á því að félagsmenn hafa ekki áttað sig á hvernig bera skuli sig að þegar flug er pantað í gegnum samninga félagsins við Mundo og Heimsferðir.

Því hafa verið settar inn leiðbeiningar efst á heimasíðu félagsins  þar sem nákvæmar leiðbeiningar eru settar fram, hyggist menn panta flug í gegnum þessa ágætu samninga okkar.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málin er slóðin þessi hér eða undir myndinni efst á forsíðu heimasíðu fhs.is

Ferð Ágústu í maí 2015

0

14.05.2015

Á höttunum skulið þið þekkja þá

Á höttunum skulið þið þekkja þá

Þann 3 maí s.l. lagði Ágústa Pálsdóttir upp í ferð um N-hluta Spánar með 57 manns byrjað var á að heimsækja  til Madrid höfuðborgina og dvalið þar eina nótt í góðu yfirlæti .Að morgni þess 4 maí  var svo ekið til Burgos sem liggur 245 km N við Madrid á þeim stað skildi gist í 3 nætur og farið í skoðunarferðir út frá þeim stað .Bilbao og San Sebastian borgir voru heimsóttar  annan daginn og Cantabríuhérað og Asturíashérað daginn þar á eftir Á fimmtadegi ferðar var fræga Salamanca heimsótt  og gist þar síðustu nóttina eftir það var haldið sem leið liggur heim og að lokinni 6 daga ferð komu ferðalangar ánægðir og heilu og höldnu heim.Að venju er mjög góður rómur gerður að þessari ferð Ágústu og allir ferðafélagar sammála um að ferðin hafi tekist aldeilis frábærlega Meðfylgjandi eru nokkar myndir úr ferðinni (more…)

17. Júní hátíðarhöld

0

11093744_912939528756711_538258656_o12.05.2015

Veitingastaðurinn Black Bull ætlar að halda 17 júní hátíðlegan á staðnum og verður þar margt til gamans gert og er dagskrá svohljóðandi :

Skrúðganga hefst kl 13:30 og frá Kl 14:00 til 16:00  verða skemmtikraftar á svæðinu sem skemmta börnum og fullornum

Seldar verða á staðnum: SS pylsur á íslenskan máta . Ennfremur verða seldir hamborgarar og kjúklingabringur

Eftir Kl 18:00 verður svo hægt að panta mat af   hinum  marg rómaða A la Carte matseðili staðarins

Það er von okkar í stjórn félagsins að sem flestir íslendingar mæti á svæðið og skemmti sér saman og taki þátt í að gera þetta að sem veglegustum viðburði og er staðarhöldurum til sóma að efna til svona veislu á þjóðhátiðardeginum og munum við flytja þær fréttir sem koma til með að berast  fyrir hátíðarhöldinn svo og birta myndir og fréttir af hátíðarhöldum  Góða skemmtun

 

Gert er ráð fyrir hitabylgju á Costa Blanca

0
Hitabylgja í uppsiglingu

Hitabylgja í uppsiglingu

11.05.2015

Spænska veðurstofan gerir ráð fyrir hitabylgju frá Sahara eyðimörkinni sem kemur til með að gefa hitastigi á Costa Blanca heldur betur trukk undir taglið og er gert ráð fyrir að á fimmtudag  verði hitinn orðin allt að 38°C og á miðvikudag verði   hitinn 32-33 °C .Og srax þann 11 mai eða í dag er vert að hugsa vel um að smyrja sig með sólarvörn eða finna sér góðan skugga  því geislar sólar verði óvenju sterkir  þessa daga. Í Murcia og þar inn í landinu má búast við að hitinn fari í allt að 40° C svo þar er vissara að vera nálægt kælingu. Gaman væri ef einhverjir góðir félagar sem eru á svæðinu þessa dag leyfi okkur sem sitjum hér í 5°C  að fylgjast með og gefi okkur upplýsingar um hitastigið og setji þær upplýsingar á spjallið

 

Bankamál

0
Coast Rider-Banks

Greinin í Coast Rider

Laugardagur, 9. maí 2015.

Eins og mörgum er sjálfsagt kunnugt, þá hafa sumir bankar sent bréf til sinna viðskiptavina undanfarin ár, þar sem óskað er eftir að mætt sé í bankann með endurnýjuð skilríki (vegabréf). Þetta hefur aðallega átt við þegar viðskiptavinir hafa verið með reikning í þó nokkur ár. Á þeim tíma er viðbúið að skilríki hafi runnið út. Að öðrum kosti megi reikna með að reikningnum verði lokað til bráðabirgða, þar til bætt hefur verið úr.

Félagsmaður í FHS, Ragnar Jóhannesson, hefur vakið athygli á grein í fríblaðinu Coast Rider. Þar er sagt frá lögum, sem hafi tekið gildi fyrir fimm árum og séu að koma til framkvæmda nú í maí. Er fólk því hvatt til að hafa samband við sinn banka ef það hefur ekki þegar framvísað nýjum skilríkjum á undanförnum árum. (more…)

Afmæli á sundlaugarbarnum í dag

0
2015.05.08.Bar.Piscina

Lóa færir mömmu blómin – Kata Árna fylgist með
-/mynd Þóra Sigríður Sveinsdóttir

Föstudagur, 8. maí 2015.

Það var skemmtileg uppákoma í dag á sundlaugarbarnum Bar Piscina í Las Mimosas. Mamma Victors veitingamanns á einmitt 84 ára afmæli í dag. Að því tilefni færði Lóa (Sigurveig Gunnarsdóttir) henni blóm og las henni afmæliskveðju á spænsku. Íslendingarnir sungu síðan afmælissönginn og var svo hrópað ferfalt húrra að því loknu.

Varðandi flugsamninga

0

06.05.2015

Heimsferdir_logoOkkur hafa borist upplýsingar um að þeim aðilum sem við höfum flugsamninga og þjónustusamninga við hafi verið ruglað saman .Heimsferðir sjá um beina flugið samkvæmt flugsamningi okkar við þá ferðaskrifstofu og veitir ferðaskrifstofan  afslátt sem nemur 2000 krónum af flugsæti  frá því verði sem  birtist  í bókunarglugga á heimasíðu þeirra afsláttur þessi gildir fyrir allt að 10 sætum á fluglegg þannig að af farmiða sem keyptur er fram og til baka er afsláttur kr 4000. Sala á þessum miðum fyrir félagsmenn okkar fer fram í gegnum netfangið sala@heimsferdir.is eða í síma 5951000 á skrifstofutíma og athugið ekki er hægt að nota bókunarvél Heimsferða til að bóka með félagsafslætti .Þá verða kaupendur einnig að hafa tiltækt félagsskýrteinisnúmer við pöntunn.

logoSamningur okkar við ferðaskrifstofuna Mundo nær eingöngu til þeirra sem þurfa aðstoð við að panta flugfar með millilendingu og tekur ferðaskrifstofan þóknunn fyrir hvern fluglegg sem pantaður er í gegn um þá þóknunn þessi nemur 3000 krónum en verð sem þeir gefa upp er með 20 kg tösku og handfarangri að 11 kg . Biðjum við félagsmenn að átta sig á þessum auka kostnaði sem þetta hefur í för með sér. (more…)