Árshátíð Íslendinga á Costa Blanca

Hotel_Traina
Hotel Traiña í San Pedro del Pinatar

Fimmtudagur, 20. febrúar 2014.

Árshátíðin verður haldin 22. mars nk. á Hótel Traiña í San Pedro del Pinatar.

Hefst hátíðin kl. 19:00 með fordrykk. Þá verður borinn fram glæsilegur 3ja rétta kvöldverður með borðvíni, vatni eða bjór. Dregið verður í happdrætti og leikin lifandi tónlist við allra hæfi til klukkan eitt.
Daginn eftir er boðið uppá glæsilegt morgunverðarhlaðborð.

Miðaverð á mann með gistingu í tvíbýli  53 € Miðaverð á mann með gistingu í einbýli 63 € Miðaverð án gistingar 38 €

Skráning og miðasala á hittingum og hjá Hrefnu og Gulla í Las Mimosas. Símar 966 845 661 (heima) og 673 979 656 (gsm). Tölvupóstfangið er hrefna.gulli@gmail.com. Eins og áður, þá er takmarkaður fjöldi herbergja á hótelinu og því betra að kaupa miða sem fyrst og ekki seinna en 15. mars nk.

Profile photo of Frá stjórn Félags húseigenda á Spáni
About Frá stjórn Félags húseigenda á Spáni 167 Articles
Stjórnarskilaboð stjornfhs123