Bankamál

Coast Rider-Banks
Greinin í Coast Rider

Eins og mörgum er sjálfsagt kunnugt, þá hafa sumir bankar sent bréf til sinna viðskiptavina undanfarin ár, þar sem óskað er eftir að mætt sé í bankann með endurnýjuð skilríki (vegabréf). Þetta hefur aðallega átt við þegar viðskiptavinir hafa verið með reikning í þó nokkur ár. Á þeim tíma er viðbúið að skilríki hafi runnið út. Að öðrum kosti megi reikna með að reikningnum verði lokað til bráðabirgða, þar til bætt hefur verið úr.

Félagsmaður í FHS, Ragnar Jóhannesson, hefur vakið athygli á grein í fríblaðinu Coast Rider. Þar er sagt frá lögum, sem hafi tekið gildi fyrir fimm árum og séu að koma til framkvæmda nú í maí. Er fólk því hvatt til að hafa samband við sinn banka ef það hefur ekki þegar framvísað nýjum skilríkjum á undanförnum árum.

Svo virðist sem ekki hafi allir bankar haft þennan háttinn á að gera viðskiptavinum sínum viðvart um þetta. Þarf ekki að orðlengja í hvaða veseni húseigendur geta lent í ef reikningi þeirra er lokað og greiðslur t.d. vegna rafmagns og vatns stöðvast með tilheyrandi lokunum.

Eru Ragnari færðar þakkir fyrir þann áhuga á að vekja athygli á þessu máli og eru félagsmenn almennt hvattir að hafa samband ef þeir verða áskynja um hluti, sem kunna að skipta húseigendur máli. Að öðru leyti vísast í greinina á þessari mynd, sem stækkar þegar smellt er á hana.

Profile photo of Frá stjórn Félags húseigenda á Spáni
About Frá stjórn Félags húseigenda á Spáni 167 Articles
Stjórnarskilaboð stjornfhs123