Bílaleiga

Sérkjör og bókun bílaleigubíls gegnum samning FHS og Goldcar, stærstu bílaleigu Spánar

Af gefnu tilefni iðjum við ykkur að lesa textan vandlega,  það hefur borið á því að upp hafa komið óþarfa atvik erlendis vegna þess að texti var ekki lesinn til enda.

________

Til að njóta afsláttarkjara þá þá verður að bóka í gegnum bókunarvél FHS. Vinsamlega notið ekki séríslenska stafi:

Bókunarvél fyrir bílaleigubíla

Verðskrá trygginga er breytileg, sem ræðst af tegund bíla, tímabili og fjölda leigudaga:

Verðskrá Super relax trygginga

Ef ekki er tekin trygging skal kynna sér eftirfarandi skjöl, um blokk á greiðslukorti og verðskrá vegna skemmda:

Kostnaður vegna skemmda

Blocked 19.05.17

Sérkjör viðskiptavina í gegn um FHS bókun eru eftirfarandi:

·         Verð bíla er lægra en ef bókað er beint í gegn um Goldcar.es / goldcar.com

·         Ekki eru greidd aukagjöld þó bíllinn sé afhentur eftir kl. 23:00

·         FHS veitir félögum sínum alla þá aðstoð sem kostur er á, hvort sem er við breytingar á bókunum eða vegna kvartana sem þeir kunna að færa fram.

Eldsneyti:

Við afgreiðslu á bílaleigubíl þarf leigjandinn að greiða fyrir fulla áfyllingu af eldsneyti.  Verðskrá vegna eldsneytis kemur fram við lok bókunar á bókunarvef, en ljóst er að um er að ræða hærri upphæð en sem nemur „venjulegri áfyllingu“.  Leigjandinn skilar síðan bílnum með eins litlu eldsneyti og kostur er.  Ef um er að ræða leigutíma sem er 3 dagar eða styttri, fæst endurgreiðsla fyrir það eldsneyti sem er á bílnum við skil, þó nauðsynlegt að kalla eftir því.

Tryggingar:

Í uppgefnu verði við bókun eru innifaldar flestar venjulegar tryggingar, s.k. CDW, sem þýðir meðal annars að ekki er um að ræða sjálfsábyrgð.

Þó eru ákveðin atriði sem ekki eru innifalin í áður nefndri tryggingu, þar er helst að nefna skemmdir á rúðum, t.d við innbrot í bílinn, tjón á dekkjum, hliðarspeglum sem og kostnað við að sækja bíl sem skilinn hefur verið eftir af einhverjum orskökum sem eru á ábyrgð leigjandans.  Sömuleiðis bætist við kostnaður ef bílinn er frá leigu vegna tilheyrandi viðgerða.

Til að tryggja sig gagnvart þessu, býður Goldcar upp á viðbótartryggingu, s.k. Relax insurance. Hún er nokkuð dýr, sérstaklega fyrir stutt tímabíl, en ef leiga varir í lengur en c 12 daga hefur þessi tryggingi náð hámarki fyrir hvern einstakan samning, og verður því viðráðanlegri og skynsamlegri eftir því sem leigutíminn er lengri.  Sjá nánar um Relax tryggingu Goldcar hér

Við afhendingu bjóða þjónustufulltrúar Goldcar upp á þessa tryggingu, og þá þurfa leigjendur að hafna henni ef þeir vilja hana ekki.  EN .. þá þarf að reiða fram tryggingu með kreditkorti, annað hvort VISA eða MC ( American Express ekki tekið, né debitkort).  Nú eru þetta frá 1.100 – 2.000 EUR, sem ekki eru teknar út af kortinu, en „blokkera“ kortið um samsvarandi upphæð, sjá nánar á hvað er blocked hér 

Óhjákvæmilegt er annað en að FHS ráðleggi fóki að taka þessa tryggingu, nema það hafi vandlega kannað að það sé tryggt fyrir þessari áhættu í gegn um sínar tryggingar heima, s.s greiðslukort.  Þegar tryggt er í gegnum greiðslukort þá er sjálfsábyrgð tryggingafélaga mismikil og rétt að huga að því hver hún er en oft er þessi upphæð ISK 25.000 kr sem er mv. gengi 27.6.2017 EUR 213.     

 Önnur aukagjöld:

·         Ef leigjandi velur díselbíl fylgir því viðbótarkostnaður, en á ekki að vera ef Goldcar afhendir slíkan bíl án þess að eftir því hafi verið óskað

·         Barnabílsstóll.  Gjald kemur fram við bókun.

·         GPS tæki.  Gjald kemur fram við bókun

·         Flýtiafgreiðsla.  Hægt að losna við biðröð fyrir tiltölulega sanngjarna upphæð, í kring um 20 EUR, þó breytilegt eftir tímabilum.  Kemur fram við bókun.

·         Ef bíl er ekki skilað á sama stað og hann er tekinn, fylgir því aukakostnaður, kemur fram við bókun.


Athugið sérstaklega:

·         Í gildi er reglugerð frá ármótum 2012-2013 sem takmarkar heimild bíluleigufyrirtækja til að leigja bíla lengur en í 28 daga samfellt.  Lengir leigutími kallar á 2 eða fleirir samninga.  Vonir standa til að þetta kunni að ganga til baka innan tíðar.

·         Vinsamlegast notið ekki séríslenska stafi.

Aðstoð frá FHS: goldcar.to.fhs@gmail.com

____________

  1. Okt 2013 var tekin í notkun ný bókunarvél við bókanir á bílaleigubílum hjá Goldcar bílaleigunni á Spáni, í gegnum heimasíðu FHS.

Helstu breytingar eða eðliskostir þessarar nýju bókunarvélar eru eftirfarandi:

  1. Bókun á Goldcar bílaleigubíl í gegn um heimasíðu FHS er nú „on line“, þ.e. notandinn er nú í beinu og  gagnvirku sambandi við Goldcar.
  2. Framboð á bílum kemur nú fram um leið og leigutímabil hefur verið valið, þannig að nú þurfa notendur FHS ekki lengur að kynna sér sérstaklega hvaða bílaflokkar   eru í boði fyrir tímabilið.
  3. Verð kemur sömuleiðis fram, og geta notendur séð áhrif þess ef barnabílstóll, flýtiafgreiðsla og/eða GPS tæki eru valin, áður en bókun er staðfest.
  4. Staðfesting / Voucher, til útprentunar, birtist notandanum strax að lokinni staðfestingu á pöntun.
  5. Kerfið lagar sig að stærð skjás viðkomandi notanda, hvort sem um er að ræða tölvuskjá eða snjallsíma.
  6. FHS býðst nú að tengjast með sama hætti  öðrum afgreiðslustöðum Goldcar.
  7. FHS viðskiptavinir mynda nú við fyrstu bókun „account“ eða viðskiptaskrá hjá Goldcar, þar sem þeir geta með netfangi og lykilorði öðlast beinan aðgang að sínum bókunum hjá Goldcar, þar sem þeir hafa aðgang að eldri bókunum og nýjum, geta skoðað og prentað út, gert breytingar eða fellt niður bókanir í vinnslu.  Þetta flýtir svo fyrir við bókanir síðar.
  8. Viðmót á bókunarsíðu er á ensku  til að byrja með, en stefnt er að því að það verði á íslensku.

 

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.