Ertu þínar tryggingar í lagi?

Frá stjórn FHS

Eitt af megin viðfangsefnum stjórnar FHS á þessu starfsári er að auka öryggi félagsmanna.

Eftirfarandi eru atriði sem félagsmenn eru hvattir til að huga sérstaklega að áður en haldið er til Spánar.

  • Kreditkorta trygging.
    Margir treysta kortin en tryggingar á þeim eru mismundandi fer eftir tegund korta og viðskiptabanka.  Það er rétt að FHS félagar skoði kortin sín en það er hægt að gera hér.
  • Þá er rétt að skoða betur tryggingu á bak við kortin en hér neðar eru hlekkir inná síður tryggingafélaga sem tryggja kortin.
  • Ferðatrygging.
    Ferðatrygging þarf að taka til tjóns sem mögulega getur komið upp erlendis, s.s. lækniskostnaðar, sjúkraflutnings heim, heimferðar vegna alvarlegra veikinda eða dauðsfalls í nánustu fjölskyldu, bóta vegna þjófnaðar og líkamsárásar.
  • Kostnaður vegna túlkaþjónustu
    Öryggisfulltrúar FHS veita túlkaþjónustu og gefa út kvittun/staðfestingu á greiðslu fyrir veitta túlkaþjónustu sem félagsmenn geta framvísað hjá sínu tryggingarfélagi.
  • Evrópskt sjúkratryggingarkort
    Mikilvægt er að hafa meðferðis gilt evrópskt sjúkratryggingakort. Sjá nánar um Evrópska sjúkratryggingakortið (ES kortið) hér
  • Að ferðast veikur eða með undirliggjandi sjúkdóm
    Félagsmönnum sem eru veikir eða með undirliggjandi sjúkdóm er ráðlegt að kanna stöðu sína gagnvart tryggingum áður en lagt er af stað.  Sjá meira hér.
  • Ferðatrygging í heimilistryggingu
    Ekki er sjálfgefið að ferðatrygging sé innifalin í heimilistryggingu. Félagsmenn eru hvattir til að kanna hvort svo sé áður en lagt er af stað.
  • Gildistími ferðatrygginga
    Gildistími ferðatrygginga í kortum eða heimilistryggingum er almennt 60-90 dagar.  Ef tímalegnd ferðar er lengri en sem nemur dagafjölda sem er innifalin í tryggingunni þá er hægt að kaupa framlengingu á trygginguna.
  • Neyðarþjónusta um allan heim.
    SOS international neyðarþjónustan er með sólarhringsvakt í síma 00-45-70 10 5050. Þar getur sérþjálfað starfsfólk veitt aðstoð og þjónustu við að útvega lækni, sjúkrahúsvist, heimflutning og annað ef slys eða veikindi ber að höndum á ferðalagi erlendis.
  • Hver eru réttindi okkar?
    Eftirfarandi upplýsingar er af vefsíðunni sjukra.is

Ferðamaður í öðru EES landi nýtur ákveðinna réttinda til læknishjálpar innan hins opinbera heilbrigðiskerfis í viðkomandi landi. Einungis er átt við nauðsynlega þjónustu miðað við tímalengd dvalar.

Sjúkratryggingar Íslands hvetja alla til að sækja um evrópska sjúkratryggingakortið til að tryggja sér rétt til aðstoðar í viðkomandi landi.

Ef ES korti er ekki framvísað við þjónustuaðila innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis er hægt að sækja um að fá hluta sjúkrakostnaðar síns endurgreiddan hjá Sjúkratryggingum Íslands þegar heim kemur. Skila þarf inn umsókn um endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar ásamt frumriti reikninga og greiðslustaðfestingu. Athugið að Sjúkratryggingar Íslands geta óskað eftir að einstaklingar láta þýða gögn sem ekki eru á ensku.

Nauðsynleg læknisþjónusta hjá einkareknum heilbrigðisveitanda
Þegar nauðsynleg læknisþjónusta er veitt af heilbrigðisveitanda í einkaeigu er hægt að sækja um endurgreiðslu á grundvelli 12. gr. reglugerðar nr. 484/2016. Sjá nánar undir heilbrigðisþjónusta yfir landamæri innan EES lands.

Einstaklingar sem hafa ríkisfang utan EES landa og eru sjúkratryggðir á Íslandi
Ekki er gefið út evrópskt sjúkratryggingakort til einstaklinga með ríkisfang utan EES landa þó svo einstaklingur sé sjúkratryggður á Íslandi. Þeir fá útgefna svokallaða tryggingayfirlýsingu þegar þeir ferðast sem staðfestir að viðkomandi sé sjúkratryggður í almannatryggingakerfinu á Íslandi. Hægt er að sækja um Tryggingayfirlýsingu inná Réttindagáttinni.

Ef reikningar eru mjög háir er einstaklingum bent á að hafa samband við Alþjóðadeild SÍ á netfangið international@sjukra.is eða í síma 515-0002

Stjórn FHS vonar að þessi samantekt sé gagnleg fyrir félagsmenn. Hafi félagsmenn frekari upplýsingar sem að gagni geta komið eða þeim finnist vanta frekari upplýsingar hvetur stjórnin ykkur til að senda henni póst á netfang FHS fhs@fhs.is

Það verður hlekkur inná þessa síðu á síðunni “Öryggisnetið”

 

Deila: