Flug á vegum Heimsferða

Heimsferðir hafa sem kunnugt er flogið til Alicante  3 sinnum í viku og hafa félagar okkar notið sérkjara þar það er þeir fá 2000 krónur afslátt af hverjum miða sem keyptur er á hverjum fluglegg það er ferð fram og til baka gefur 4000 krónur afslátt á mann eða það sem nemur félagsgjaldi okkar og vil ég endilega hvetja félagsmenn okkar til að nýta sem allra best þennan afslátt og spara sér þannig einhverjar upphæðir.Þá hafa Heimsferðir beðið okkur um að koma því á framfæri að þeir fljúga á góðu verði til Barcelona og getas félagar okkar og aðrir sem vilja taka smá Barca með í ferðalagið flogið með Heimsferðum þangað frá Keflavík  og þaðan eru svo greiðar samgöngur við Alicante . Varðandi farmiðakaup fyrir félagsmenn með Heimsferðum vísast til leiðbeininga hér á síðunni Með ósk um að sem flestir geti nýtt sér samning okkar við Heimsferðir þá óska ég ykkur öllum góðrar ferðar og komið heil heim