Fyrir fótboltaáhugamenn

Lionel Messi

Föstudagur, 21. febrúar 2014.

Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum milli Barcelona og Real Madrid fer fram þann 16. apríl 2014 á Mestallavellinum í Valencia. Þessi leikur verður seint um kvöld eða klukkan 21:30 að staðartíma. Liðin komu sér saman um þetta ásamt spænska knattspyrnusambandinu þar sem Valencia er miðsvæðis fyrir bæði lið. Leika átti fyrst til úrslita á laugardeginum 19. apríl, en var breytt þar sem undanúrslit í meistaradeildinni hefjast þá. Þetta er sjöundi leikur þessara liða til úrslita í konungsbikarnum og hefur Barcelona oftar haft betur. Geta nú íslenskir stuðningmenn liðanna á Spáni farið að undirbúa ferð til Valencia eða finna sér staði til að horfa á leikinn, sem án efa verður hin besta skemmtun.