Grísaveisla

Laugardaginn 16. febrúar 2019 stendur Félag húseiganda á Spáni fyrir Grísaveislu og fagnar 30 ára afmæli félagsins í hinum glæsilega sal Akóges í Lágmúla 4,  3. hæð.

Húsið opnar kl 19.00 með tapasréttum, Sangríu og spænskri tónlist. 

Borðhald hefst kl. 20.00 og skálað verður í freyðivíni fyrir 30 ára afmæli félagsins.

Matseðillinn er eftirfarandi:

  • Grilllað lambalæri með bernaies sósu
  • Grísalæri hunangs og dijon gljáð með villisveppasósu
    Borið fram með kartöflgratin, rótargrænmeti ,confit tómötum fersku salati, ristuðum kartöflubátum, eplasalati og fl.

Fólki er frjálst að taka vín með sér.
Til sölu verður rautt, hvítt, bjór og gos á sanngjörnu verði.

Okkar eini sanni Laddi skemmtir 

Í eftirrétt verður kaffi og afmæliskaka.

Happdrættið verður á sínum stað með glæsilegum vinningum. Dregið verður úr seldum miðum.

Þema kvöldsins eru fánalitir Spánar, rautt eða gult.

Miðaverð aðeins 6.500 krónur.

Skráning á netfangið erlinguroh@gmail.com eða í síma 8690602 og við skráningu þarf að koma fram nafn félagsmanns og miðafjöldi.

Greitt er inn á eftirfarandi reikning eða á staðnum.

KT: 561189-1029 – 0331-22-003411

Við hvetjum alla félagsmenn til að sýna samstöðu og mæta í spánarstuði.

Með kærri kveðju,

Félag Húseiganda á Spáni

Deila: