Hugmyndabanki félagsmanna í FHS

Spanarlogo

Laugardagur, 22. febrúar 2014.

Stjórn FHS hefur komið á laggirnar hugmyndabanka fyrir félagsmenn þar sem sóst er eftir því að félagar í FHS komi með hugmyndir að verkefnum til auka félagsanda, samheldni, stuðli að víðtækri breikkun á hlutverki félagsins sem og ábendingum um það sem betur má fara.
Við í stjórn teljum nauðsynlegt að félagsmenn hafi greiðan aðgang með ábendingar, sem þeir geta sent inn sem trúnaðarmál með það að markmiði að gera gott félag betra.

Í tengslum við þetta er á forsíðu kominn flipi sem heitir HUGMYNDABANKI og þar geta félagsmenn tjáð hug sinn í þessum efnum. Fullrar nafnleyndar er heitið!

Er það von stjórnar að félagar sýni góðan félagsanda og komi með góðar hugmyndir, okkur öllum til ánægju og/eða gagns.

Til að komast á hugmyndabankasíðuna má klikka á flipann á forsíðu eða hér: SMELLTU HÉR.

-/SÞR