Nýr ræðismaður á Spáni – Costablanca Suður

Okkur er sönn ánægja að tilkynna um nýjan ræðismann Íslands á Spáni með aðsetur á Costablanca suður.

FHS hefur verð í sambandi við utanríkisþjónustuna undanfarin ár vegna ýmissa mála.  Í samtölum okkar komum við á framfæri ósk um að fá ræðismann á Costablanca suður svæðið því það væri full þörf á.  Íslendingum á svæðinu hefur fjölgað mjög og ennþá er mikið fjárfest sem og margir kjósa að leigja.  Árið kring er því mikið um Íslendinga á svæðinu og gott að hafa ræðismann sem hægt er að leita til.

Fyrir um ári eða janúar 2018 vorum við beðin um að tilnefna aðila.  Við gerðum það og bentum á Manuel Zeron hjá Cove Advisor.  Við höfðum unnið með honum síðan 2017 og áður heyrt af þjónustu hans.  Í þessu sambandi var haft við fyrrum öryggisfulltrúa sem gáfu Manuel góð meðmæli.

Nú hefur utanríkisþjónustan tilnefnt Manuel Zeron ræðismann Íslands á Spáni með aðstetur í Playja Flamenca Orihuela. Hann eins og aðrir ræðismenn á Spáni mun heyra undir sendiráðið í París og bætist hann við hóp annarra ræðismanna á Spáni, sjá hlekk hér inn á síðu stjórnarráðsins en þar má finna alla ræðismenn á Spáni.

Fyrir þá sem vilja sjá aðsetur Manuel á korti þá er hlekkur hér en þess má geta að Íslendingafélagið á Spáni er með aðsetur á sama stað.

Við fögnum þessari tilnefningu og óskum Manuel til hamingju, við erum viss um að Manuel mun hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að Íslendingar á Spáni sem til hans leita fái afburða þjónustu og eins hraða úrlausn mála eins og hægt er.

Samskipti Manuel við FHS verður eftir sem áður óbreytt að öðru leiti en því að við erum núna í samstarfi við ræðismann íslands á Spáni.

Myndin hér er tekin í mars 2017 en þá hófst formlegt samtarfs FHS við Manuel Zeron.

 

 

 

 

Deila: