Samningur FHS við Aupa parking – verðsamanburður

Aupa samanburður
Myndin stækkar við að smella á hana

Fyrir nokkrum árum var gerður samningur við Aupa parking við Alicanteflugvöll um afslætti fyrir félagsmenn FHS. Þá hljóðaði afslátturinn upp á 10% og gildir sú prósenta enn í dag.

Í dag var gerð samantekt á geymslugjaldi á 24 tímabilum hjá tíu bílageymslum á svæðinu við flugvöllinn. Upplýsingunum var safnað saman úr verðskrám á vefsíðum bílageymslnanna. Verðin miðast við geymslu utandyra.

Það er skemmst frá því að segja að afsláttarverð Aupa parking var lægst fyrir 15 tímabil af þessum 24, sem tekin voru fyrir.

Þegar smellt er á myndina stækkar hún umtalsvert og verður auðvelt að bera saman verðskrár fyrirtækjanna. Lægsta verð er merkt með gulu og það næst lægsta með ljósbrúnu. Bílageymslurnar, sem hér eru bornar saman, eru Aqua-Car, Aupa parking, Claus parking, Lara Cars, Low Cost parking, New parking, Parking Alicante, Roberto car, Umbrella og Victoria. Einnig má nefna verðskrá Europarking, en uppsetning hennar hentar ekki í samanburðartöfluna vegna aukagjalda. Ef ske kynni að einhver komi auga á villu í töflunni, eftir skoðun á verðskránum á vefsíðum fyrirtækjanna, væri það að sjálfsögðu vel þegið að fá ábendingar þar að lútandi.

Afslættirnir eru kannski ekki stórar upphæðir þegar borið er saman við þá bílageymslu með lægsta verð án afsláttar. Hins vegar er engin ein bílageymsla með lægsta verð fyrir öll tímabil. Því myndi það kosta einhverja rannsóknarvinnu að finna út hvaða bílageymsla býður upp á lægsta verð fyrir tiltekið tímabil ef ekki væri fyrir þennan samning FHS. Fyrir félagsmenn virðist því einfaldast og oftast nær ódýrast að notfæra sér afsláttakjör Aupa parking.

Profile photo of Frá stjórn Félags húseigenda á Spáni
About Frá stjórn Félags húseigenda á Spáni 167 Articles
Stjórnarskilaboð stjornfhs123