Flash

Flash

Gert hefur verið samkomulag við tískuverslunina Flash á Laugavegi 54 um að félagsmenn FHS fái 20% afslátt af vörum verslunarinnar gegn framvísun á gildu félagskorti.  Afslátturinn gildir þó ekki um tilboðs eða útsöluvörur sem verslunin er þekkt fyrir.   Flash er vinssæl tískuvöruverslun og þarna er hægt að kaupa kvenfatnað sem hentar við öll tækifæri og á sanngjörnum verðum. Þar sem endurnýjun er ör þá er nánast alltaf einhvað sem er á tilboði eða útsölu.  þetta er lítil verslun á um 50 fermetra svæði og er verslunareigandinn Hulda Hauksdóttir reynslumikill verslunarmaður sem fylgist vel með í  tískuheiminum og færir landanum allt það nýjasta.  Auk Huldu starfar í versluninni Ingveldur Eyjólfsdóttir sem er félagsmaður í FHS