Uppselt á afmælishátíð FHS á Spáni

Stjórn FHS býður til hátíðar á Spáni þann 13. október n.k. í tilefni af 30 ára afmæli FHS, en félagið var stofnað í nóvember árið 1989.

Boðið er upp á kvöldverð, skemmtiatriði og ball á veitingastaðnum Sunrise  Playa Flamenca. Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins sjá um fjörið, eins og þeim er einum lagið.

Á matseðlinum er rækjukokteill í forrétt, í aðalrétt er Íslensk lambasteik með sósu og tilheyrandi, eftirréttur er ís.

Þökkum þessar frábæru móttökur..

Stjórn FHS