Fundur með Xavier

Í gær 21.8.2017 fóru tveir fulltrúar stjórnar FHS á fund með Xavier Rodrigues Gallego lögmanni og var fundurinn haldinn í húsakynnum  ræðismanns Spánar á Íslandi Suðurgötu 22.

Xavier starfar að hluta fyrir ræðismanns Spánar á Íslandi en starfar annars sem lögmaður og talar ágæta íslensku.

þessi fundur markaði upphaf af samstarf FHS við Xavier og munum við segja nánar frá okkar samstarfi hér á síðunni eftir helgina.

Xavier verður nú hluti af öryggisnetinu okkar og bætist við í þann glæsta hóp sem þar er sagt frá og vinna fyrir okkar félagsmenn.

Á fundinum sagði Xavier okkur frá því að til hans hafi leitað einstaklingar sem hafa lent illa í óheiðarlegum aðila við fasteigankaup og rekur hann nú hópmál gegn þeim aðila.  Sem hagsmunafélag  getur FHS ekki nafngreint einstaklinga opinberlega en í gegnum árin höfum við heyrt eitt og annað misjafnt.  Í dag fáum við sem betur fer sjaldan upplýsingar um óheiðarleg viðskipti en hvort það er vitnisburður um að allt gangi vel núna vitum við ekki.

Ykkur er velkomið að senda okkur upplýsingar á netfang okkar umsjon@beta.turteldufur.is ef um óheiðarleg viðskipti er að ræða og við munum skrá slíkt hjá okkur.  Að þessu sögðu viljum við biðja alla félagsmenn sem og aðra um að fara varlega í fasteigna viðskiptum og sækja sér sem góðar og traustar upplýsingar áður en gengið er til slíkra viðskipta.

Deila: