Ábending til félagsmanna varðandi Sjúkrahús-Heilsugæslu

Vil benda á ef þörf er á læknishjálp, að leita til heilsugæslu á viðkomandi svæði.

Bráða móttaka sjúkrahúss er eingöngu fyrir alvarleg tilfelli og þar er sjúklingum sinnt eftir alvarleika tilfellis, en ekki fari eftir röð.

Þar af leiðandi  getur biðin eftir lækni orðið ansi löng eða allt frá 4 klukkutímum upp í 10-12 klukkutíma.

Þetta ferli þ.e. heilsugæsla fyrst, tími hjá sérfræðingi á sjúkrahúsi, eða innlögn að beiðni læknis í framhaldi af því er einfaldari og þægilegri leið fyrir alla aðila.

Að sjálfsögðu hafa allir aðgang að bráðavakt á sjúkrahúsi og eða sjúkrabíl 112 ef talin er þörf á.

Það ber að hafa í huga að ef hringt er á sjúkrabíl verður að hringja frá þeim stað sem sjúklingurinn er staðsettur.

Ath að þetta er eingöngu sett fram ykkur til upplýsingar.

Deila: