Fundargerð aðalfundar 2017

Fundargerð aðalfundar FHS 4.Febrúar 2017

Lögmætur fundur er settur með yfir 10% félagsmanna viðstadda eftir að aðalfundur var boðaður með tölvupósti og tilkynningum á Facebook og á heimasíðu 8.janúar 2017.

1.Farið var yfir skýrslu stjórnar 2016. Stjórnarskipan frá 6.feb ’16. Farið yfir skuldir og gjöld vegna starfsfólk FHS.

Í kjölfarið hættir Sveinn vegna krafa um 350 evrur þegar toppboð FHS var 250 evrur. Hanna María tekur við.

Ágústa og Sigríður Blöndal sjá um aðstoð við íbúa á Costa Blanca og Jón Otti á Kanaríeyjum.

Haustfagnaður var haldin þar sem yfir 130 manns mættu og mikil ánægja með viðburðinn og ákveðið að halda áfram með slíka fögnuði.

Goldcar samningar endurnýjaðir með fáeinum breytingum. Flugsamningar ekki í höfn – verið að vinna í nýjum samningum.

Virðing fyrir stjórn og þeirri vinnu – ólaunuð vinna. 2.Farið yfir ársskýrslu

Sjá samþykktan ársreikning frá NGM Bókhaldsþjónustan ehf undirritað af Nönnu Marinósdóttir og skoðunarmönnum FHS.

Skuldir og Eigið fé: Skammtímaskuldir greiddar af hluta 4.feb ’17 annað mun verða afskrifað

Rekstrarkostnaður: Heimasíða – Of dýr eins og staðan er núna, planið að setja upp nýja, mun kostnaðaminni með mun minna viðhald.

Skammtímakröfur: Ath. Óinnheimta styrki vegna auglýsinga á heimasíðu. 3.Umræður vegna skýrslu og ársreiknings.

Laufey Eyjólfsdóttir: Spurning: Vegna veislu á Spáni, hvers vegna var útlagður kostnaður svona mikill

Svar Ómars: Boðið upp á rútuferð og atriði. Skúli Skúlason (Inga Lóa):

Spurning: a) um hvernig er hægt að komast yfir ískápssegla með upplýsingum fyrir félagsmenn og b) Hver er skýr tilgangur-markmið-hlutverk FHSSvar Ómars: a) Valgarð dreifir seglum á Spáni og b) svarað seinna á fundinum.

4.Ársreikningar samþykktir einróma af öllum þeim sem mættir eru á aðalfund FHS.

Samþykktir eru skoðunarmenn FHS: Jón Steinn Elíasson. Viðar Marel Jóhannsson.

5.Kosningar í stjórn. Í framboði eru: Formaður: Víðir Aðalsteinsson. Ritari: Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir. Gjaldkeri: Ómar Karlsson.

Stjórn: Valgarð Reinharðsson. Bjarni Jarlsson. Katrín Árnadóttir. Varastjórn: Eiríkur Haraldsson.

Þar sem það vantar 1 í varastjórn og í framboði til stjórnar var 1 of mikið þá samþykkir stjórn og allir þeir samankomnir á aðalfundi að Katrín Árnadóttir breytir framboði sínu í Varastjórn og því stjórn fullskipuð og sjálfkjörin og samþykkt af aðalfundi.

Fyrsta verk Víðis sem formanns: Skipar Sólrúnu Guðjónsdóttur sem Verndara félagsins til að kynna félagið út á við á Íslandi, Spánar og víðar.

6.Víðir – Stefna og Markmið hans sem formanns. Framtíð – Fortíðin er búin, núna bara stefna áfram. Tímamót með verðlækkunum og aukinni flugumferð

Góður og fjölbreyttur hópur í stjórn. Samvinna er lykilatriði. Opið fyrir tillögum Tilgangur-Markmið-Hlutverk skýrt. Settir upp nefndir og hópar til að sinna ýmsum verkefnum:

Skemmtinefnd. Sögunefnd (Til að halda utan um sögu FHS og til að kynna fyrir nýjum meðlimum) Ritnefnd (Þröstur frá Stykkishólmi að sinna vefsíðu og svo nefnd til að setja fréttir ofl. á netið)

Öryggisnefnd (til að hlúa að félagsmönnum-upplýsingaflæði) Sjálfvirkni í félagsgjöldum. Afslættir, allir í félaginu ættu að hjálpa til við að safna, hagur allra

Víðir þakkar fyrir sig og hlakkar til að takast á við verkefnið.

7.Annað

Árgjald. Staða félagsins er góð og gjaldið sem er núna í 4.500kr mun standa í stað og haldast eins. (Stjórn hefur rétt til að hækka en nýtir það ekki að sinni)

Lagabreytingar: Settar voru fram tillögur en enginn var til staðar til að styðja við þær tillögur. Fært til bóka að fundur samþykkir að afgreiða ekki tillögur.

8.Önnur Mál – Umræður . Hreiðar Þórhallsson: Veltir fyrir sér Tilgang-markmiði-hlutverki og stingur upp á að fá tillögur frá félagsmönnum, setja upp skipurit og auka upplýsingaflæði.

Bendir á að félagið sé ekki rekið til að safna peningum heldur eigi að nýta eigið fé í fólkið og félagið sé fyrir fólkið. Veltir fyrir sér nýju nafni, Íslendingafélagið í stað FHS

Félagasamtök sem fólk á að njóta. Leggur til að stjórn fái umbun fyrir unna vinnu. Nefnir að þeir sem eigi ekki hús sé ekki með kosningarétt. #Innskot: Stjórn tekur við tillögum og spurningum og allir félagsmenn mega senda inn hugleiðingar. Sæmundur Pálsson: Spjallar um að við séum hagsmunafélag en ekki félagasamtök. Verðum að passa að hugsa um hvort annað og passa upp á hvort annað erlendis. Semja við fyrirtæki og flug. Minnir á mikilvægi þess að hafa félag eins og FHS. Kristín Dagbjartsdóttir. Setja upp ígildi eins og Íslendingafélags og setur fram spurningu vegna þess sem Hreiðar nefndi með að fólk sem eigi ekki hús sé ekki með kosningarétt. Ómar svara: Það er leiðrétt og má sjá í 6.grein laga FHS… “Atkvæðis- og kosningarétt á aðalfundi hefur sá sem hefur gilt félagsskirteini og skuldar ekki árgjöld í félaginu” Skiptir ekki máli hvort að einstaklingur á eign á Spáni eða ekki.

Jón Steinn Elíasson. Umræða um hver við erum. Skýr tilgangur félags í lögum. Erum hagsmunasamtök – eigum að standa þétt við bakið á hvort öðru.Samkeppni og breytt viðskiptaumhverfi

Nefnir einnig að það skiptir engu hvort þú eigir eign eða ekki, þú hefur öll réttindi sértu fullgildur félagi.

Lilja Ólafsdóttir: Veltir fyrir sér samskiptum vegna bílaleigu, lélegt upplýsingaflæði ofl.

Erlingur Örn Hafsteinsson: Bendir á gjafabréfakaup hjá flugfélögum, FHS gæti keypt gjafbréf (borgar 10þ fyrir gjafabréf sem eru 15þ virði hjá flugfélagi, og félagar FHS gætu svo keypt það á kostnaðarverði af FHS)  Víðir svara: Frábær hugmynd og strax byrjað að skoða þetta.

Jóhann L Jóhannson: Spjallar um kröfur Goldcar og stefnu. Lög og reglur – allir jafnir sem hafa greitt félagsgjöld. Heimasíða, Facebook – þarf að laga upplýsingar, ritmál og framsetningu.

Sigurður G. Steinþórsson. Fór yfir dagskrá Grísaveislu. Þakkar fyrir sig. Minnir að allir sé jafnir

Víðir – Formaður. Lokaorð. Setur skemmtinefnd af stað

FUNDI SLITIÐ.

F.h Stjórnar 2017

Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir

Deila: