Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjónusta

Formaður og varaformaður funduðu með lögfræðistofu sem m.a. aðstoðar fólk við öflun NIE, bankareikninga, annast umskráningu á bíl, aðstoðar við kaup á fasteign og gerð erfðaskrár, búsetuleyfi, skattamál, leiguleyfi og margt fleira. Auk þess að hafa íslenskumælandi starfsmann  þá fá félagsmenn FHS 20% afslátt af þjónustu þeirra. Nánari upplýsingar á innri vef félagsins.

Útfarir og útfaratrygging á Spáni

Útfarir og útfaratrygging á Spáni

Það er ágætt fyrir húseigendur og leigjendur sem dvelja langdvölum á Spáni að huga að tryggingarmálum sínum. Það er ekki sjálfgefið að menn fái t.d. líftryggingu eða útfarartryggingu eftir hjartaáfall. Í leit minni fann ég Grupo Rocamer, áratugagamalt fjölskyldufyrirtæki, sem rekur þrjár útfarastofur hér á Costablanca, Spáni, auk þess sem þeir eiga tvö tryggingarfélög. Þeir…

Leiga á Spáni

Leiga á Spáni

Margir FHS félagar eru annað hvort að leigja út eignir eða eru að leigja eignir á Spáni.  Um leigu gilda lög og reglur og þó þessi samantekt sé ekki tæmandi þá er þetta engu að síður góðar og gagnlegar upplýsingar sem félagsmenn í þessum hugleiðingum þurfa að þekkja deili á. Þess ber líka að geta…

Dagsferð 21. mars 2017

Kæru landar. Nú er það komið í ljós að þeir sem voru á biðlista komast allir með í rútuferðina 21. mars. Dagskrá verður auglýst nánar í næstu viku og verðið er 20 evrur, ferðin og matur. Verð á hitting á morgun og tek við greiðslum í ferðina, föstudag 10. mars kl. 14:00 – 16:00, á…

25. mars er matur og ball á bar La Frontera (Múlakaffi) í Los Altos.

25. mars er matur og ball á bar La Frontera (Múlakaffi) í Los Altos.

Laugardaginn 25.mars, kl. 17.30, verður vertinn á Frontera með þriggja rétta máltíð og ball fyrir Íslendingana. Forréttur: Sjávarréttakokteill. Hægt er að velja á milli tveggja aðalrétta: Entrecot 180 gr. með frönskum og piparsósu eða Lax með sósu og kartöflum. Hálf flaska fylgir með, og í eftirrétt er kaka. Verð eingöngu 16 evrur, Greiða þarf við skráningu…

Viðburður á Spáni “Söngstund með Hjalla”

Í nokkurn tíma hafa verið reglulega viðburðir á Spáni sem kallaður hefur verið „Söngstund með Hjalla“ Þessir viðburðir hafa oftast verið haldnir á Bar Piscina í Las Mimosas.   Mæting er yfirleitt góð og hefur landinn tekið þessu vel enda flestir sem hafa gaman af því að koma saman og taka lagið öðru hvoru.   Allir geta…