Borgaraþjónustan

Við viljum upplýsa félagsmenn um Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.  Borgaraþjónustan hafði samband við okkur í síðustu viku og var erindið að spyrja um fjöldan í félaginu en það er verið að reyna að finna út hve margir íslendingar búa til lengri eða skemmri tíma á Spáni.  Þar er vilji til að bæta þjónustu við íslendinga erlendis þ.m.t. þá sem eru á Spáni.   Skráðir íslendingar sem flutt hafa lögheimili til Spánar eru 521 en við vitum að það gera ekki allir og síst þeir sem dvelja hluta árs á Spáni og hluta hér heima.

Við svöruðum erindinu og í svari okkar til þeirra komum við skoðun stjórnarmanna á framfæri um að ræðismaður Íslands á Spáni ætti að hafa aðsetur í Torrevieja frekar en Benedorm.  Tækifæri til að skoða staðsetningu hans væru núna þar sem það sér fyrir starfslok núverandi ræðismanns.  Við höfum áður komið þessari skoðun á framfæri en hún var áréttuð í þessu svari okkar.

Við höfum fengið svohljóðandi svar til baka

„ Þakka þér fyrir greið svör. Það er mikilvægt að hafa góð samskipti við svo stóran hóp erlendis sem ykkar samtök hafa á að skipa. Við munum áreiðanlega leita til ykkar einhvern tíma.  Góð ábending varðandi staðsetningu nýs ræðismanns einnig, sem við munum hafa í huga“

Fyrir ykkur sem viljið vita meira um hvað Borgaraþjónustan er þá er það að finna hér.  Jafnframt erum við með upplýsingar og símanúmer hjá þeim sem er opið allan sólahringinn á vefnum okkar þ.e. síðunni okkar „Öryggisnetið“

Deila: