|

Breyting á heimasíðu

Eins og flestir hafa tekið eftir, þá hefur heimasíðan okkar tekið nokkrum breytingum, en útlitið er svipað og verið hefur. Ný heimasíða er í vinnslu, því þessi er orðin þung í notkun fyrir alla.   Helstu breytingar, sem gerðar hafa verið eru eftirfarandi:

Spjallið er breytt og hafa flokkar verið teknir út, sem ekki verða settir inn aftur. Það sem opið er á spjallsvæði eru „auglýsingar“ , sem eru fyrir félagsmenn sem vilja auglýsa á síðunni og „við mælum með“  fyrir félagsmenn sem hafa fengið góða upplifum af vöru eða þjónustu og vilja deila því til annarra félagsmanna.   Annað efni, sem ratar inn á þessa flokka og á ekki við þar undir verður umsvifalaust eytt.

Félagsmenn geta ekki lengur sett inn athugasemdir við fréttir og sú regla fylgir okkur yfir á nýja heimasíðu.

Á síðunni, efst fyrir miðju á svarta borðanum er svæði sem heitir „Hafðu Samband“ þar geta félagsmenn  sent stjórn fyrirspurn og við svörum við fyrsta tækifæri.   Það sem fer á milli félagsmanns og stjórnar er ekki sýnilegt á heimasíðunni eins og verið hefur.

Í gegnum „Hafðu Samband“ munum við svara öllu því sem tengist félaginu, tökum við ábendingum og hugmyndum, sem við ræðum í stjórn o.s.frv. Við tökum fram að við munum ekki standa í póstsendingum um efni, sem snýr að stefnu stjórnar, en viljum benda félagsmönnum sem vilja setja mark sitt á stjórn félagsins um að koma á aðalfund þess og leggja sínar hugmyndir fram þar, eða bjóða sig fram til stjórnar.

Gömlum athugasemdum sem settar voru við fréttir hefur verið eytt.  Ástæðan fyrir því er einföld, núverandi stjórn er með skýr markmið um horfa fram á veginn og vinna að framtíðarmálum. Vilji menn kynna stefnuna nánar, er bent á pistil frá 11. Feb. sem heitir vegvísir stjórnar.

Að lokum er rétt að benda félagsmönnum á notendaskilmála okkar, en þá er að finna  á heimasíðunni.  Til að finna þá, eru þeir í felliglugga efst á síðunni sem  heitir „Um félagið“ .   Með því að smella þar þá opnar þú notendaskilmála og líka með því að smella hér.

Deila: