Flug leitarvélar

Á þessari síðu er að finna leitarvélar fyrir flug sem félagsmenn hafa bent á og mælt með.  Við bætum við leitarvélum um leið og við fáum nýjar ábendingar.  Ef smellt er á merkin þá farið þið inn á viðkomandi leitarvél.

Sjá upplýsingar um beina flugið hér.

Eftirfarandi eru ábendingar frá félagsmönnum:

„Vil benda á leitarvélina expedia.com, fann þokkaleg verð með því að velja bara aðra leiðina í einu, það er Keflavík Alicante og síðan öfugt“

„Momundo.com hefur reynst mér vel við leit að flugi sem og Vuveling sem er lágjaldaflugfélag frá Spáni millilendir í Barcelona“

„norwegian.com með millilendingu í Oslo eða Barcelona“

„Vil benda félögum sem fljúga í gegn um Gatwick fugvöll á Gatwick connection sem er þjónusta þar sem þú þarft ekki að hugsa um farangur þinn við millilendingu á Gatwick og er m.a Wowair sem og Easy jet aðili að þessari þjónustu“

„Vil benda á ágæta leitarsíðu sem rekin er af hafnfirskum manni: ticket2travel.is eða bara t2t.is Þessi síða býður upp á möguleika sem ekki allar slíkar síður hafa því bæði er hægt að finna flug og bóka það síðan á síðunni. Manni er semsé ekki vísað eitthvert annað til að bóka eftir að heppilegt flug er fundið.“

21.2.2017 frétt um beint flug

Deila: