Flugfargjöld

Þessa dagana keppast ferðaskrifstofurnar og flugrekendur við að senda út tilboðsverð á flugleiðinni Keflavík til flugvalla á Spáni þ.m.t. Alicante.  Við FHS félagar sem aðrir njótum góðs af þessari miklu samkeppni.  Við munum reyna að koma á facebook síðu okkar þeim tilboðum sem stjórnarmenn fá send.

Á heimasíðunni er síða „Finndu drauma flugið þitt“ en þar höfum við safnað saman á einn stað öllum aðilum sem bjóða beint flug til Alicante sem og mörgum leitarsíðum innlendum og erlendum.

Við bendum félagsmönnum á að fara inná allar síður áður en bókað er þvi verð þessara aðila eru breytileg frá tíma til tíma og fara ódýrustu verðin yfirleitt fyrst þó það sé ekki alltaf raunin í dag.  Það er hægt að panta aðra leiðina með aðila A og hina leiðina með aðila B en oft eru slíkir pakkar þeir ódýrustu.

Í dag er gengisþróunin að vinna með Norwigian en þeir gefa upp sín verð í evrum og hefur evran hefur lækkað gagnvart krónu um 9,48% síðan í febrúar.

Það er alltaf gaman að fá pósta frá félagsmönnum og nýlega fengum við einn slíkan frá ánægðum félagsmanni sem pantað far með Norwigian fyrir sig og sína konu.  Ferðin út var seinni part september og til baka í lok oktober, ein taska á hvort þeirra og var heildarverð rúmar 59.000 kr eða 29.500 á mann fram og tilbaka.

Þegar ný heimasíða fer í loftið í lok Juní (áætlað) þá munum við fljótlega setja upp könnun hjá lesendum síðunnar varðandi val þeirra á flugfélagi á flugleiðinni KEF-ALC þetta árið.

Deila: