Á þessari síðu höfum við safnað saman upplýsingum um íslenska flutingsaðila sem geta gefið okkur verð til og frá Spáni.  Costablanca virðist vera erfitt svæði fyrir íslenska aðila og margir sem bjóða ekki uppá flutninga til og frá svæðinu.   Þess vegna höfum við sent upplýsingar neðst á síðuna um erlenda flutningsaðila en þeir geta gefið ykkur tilboð til/frá Spáni á viðkomuhafnir íslensku skipafélaganna í Evrópu, eins og Rotterdam, Aarhus, Immingham.

Ef þið hafið ábendingar er varðar þetta málefni þá endilega látið vita.

Íslenskir flutningsaðilar.

FHS sendi meðfylgjandi Bréf til íslenskara flutningsaðila og það sem kom út úr því er:

Vísa erindi frá sér en þeir eru : Icetransport, Thorship, Blue Water, Flutningsmiðlunin Jónar, TVG Zimsen, Schenker, Smyril line.

Eftirfarandi eru þeir einu íslensku aðilarnir sem taka að sér flutning fyrir einstaklinga til/frá Spáni:

Frakt ehf – netfang frakt@frakt.is

Eimskip – netfang buslodir@eimskip.is  – sjá tengingar á heimasíðu – Flutningur til Spánar og  Flutningur frá Spáni. 

Samskip – netfang buslodir@samskip.is – sjá tengingar á heimasíðu með upplýsingum.

Leitarvél “dohop” fyrir fraktflutning.  Sendu inn forsendur og fáðu tilboð.

Erlendir flutningsaðilar.

Hér er síða með upplýsingum um flutningsaðila sem bjóða flutninga til og frá Spáni.  Í sumum tilfellum er hægt að biðja um flutning til eða frá viðkomuhöfnum skipafélaganna í Evrópu og fá flutning frá þeim aðilum þaðan/þangað.

Hér er síða með fleiri erlendum flutningsfyrirtækjum.

SEUR er  aðilar sem mælt með

Gangi ykkur vel.