Flutningur á La Mata-markaði.

Ekki er fyrr búið að flytja föstudagsmarkaðinn, þá kemur upp krafa um að flytja götumarkaðinn í La Mata sem hefur verið starfræktur alla miðvikudaga  í 15 ár. Strandyfirvöld (Costas) gera kröfu um að La Mata markaðurinn verði fluttur, Costas telur aðstöðuna ekki örugga, þar sem fjöldi bíla sé á svæðinu og opið síki frá saltvötnum Torrevieja, þeir hóta sektum verði ekki brugðist við.

Samkvæmt talsmanni yfirvalda verðru markaðurinn fluttur, en á meðan ekki er búið að finna honum samastað verður öryggið við síkið aukið. Flutningur verður í samráði við íbúa og 160 seljendur, nokkrar hugmyndir eru til umræðu en verða ekki upplýstar að sinni.

Sjá umfjöllun Spania Avisen hér.

Uppfærð frétt nýjar upplýsingar.

Annað og meira virðist liggja að baki kröfu Costas, samkvæmt The Currier News þá er svæðið þar sem markaðurinn er haldinn að sökkva, sjá umfjöllun hér.

Deila: