|

Framboð til Stjórnarstarfa í stjórn FHS

Góðir félagar

Þá er komið að því að auglýsa eftir framboðum til embætta í stjórn FHS .Samkvæmt lögum félagsins skulu  ár hvert tveir stjórnarmenn ganga úr stjórn og þarf að kjósa í þeirra stað Nú er staðan þannig að Valgarð var í fyrra kosin til tveggja ára ásamt Hólmfríði Þórisdóttir sem síðar sagði sig frá stjórnarstörfum og í hennar stað kom Sigríður Blöndal inn í stjórn og því ganga 3 úr stjórn þetta árið það er Eiríkur Ingi ,Magnús ,og fyrrnefnd Sigríður Blöndal .Þá  er það  formaður félagsins er kjörinn til eins árs  Richard Sighvatsson sat nú síðasta kjörtímabil sem varamaður en í varastjórn er kosið á hverju ári

Hér með er því auglýst eftir frambjóðendum til stjórnar þremur mönnum og og tveggja til varastjórnar Þá er auglýst eftir framboðum til formanns félagsins Þess er vænst að félagsmenn taki þessi störf að sér og leggi félaginu lið með þeim hætti

Framboðsfrestur er til miðnættis þann 28.01.2017 og skulu framboð bersast á e-mailið fhs.ferdir@gmail.com Framboð verða síðar kynnt þann 29 janúar hér á heimasíðu FHS

Með bestu kveðjum

Ómar Karlsson

 

Deila:

Skildu eftir svar