Fréttir af Norwegian

Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að Norwegian muni í Nóvember og Desember fljúga tvisvar í viku milli KEF og ALC,  á miðvikudögum og laugardögum. Þá eru þeir með áætlanir um að fljúga eina ferð í viku í Janúar og Febrúar og fara siðan í tvær ferðir á viku í mars.  Þetta verða að teljast afar góðar fréttir fyrir okkur íslendinga.

Í dag og fram til loka Oktober er flogið á Mánudögum og Föstudögum og er tilvalið að skella sér í helgarferð til Alicante.

Ritari hefur skoðað verð fyrir Sep & Okt og er þar að finna verð sem verða að teljast hagstæð eða 12000 kr önnur leið með tösku og handfarangri.

Sjá hér verð sept fyrir Sept og Okt eins og þau eru í dag 20.6.2017

Þessi frétt verður sett á Facebook síðu okkar síðar í vikunni.

 

 

 

Deila: