Goldcar í sölumeðferð

Bílaleigan sem við erum með samning við Goldcar þ.e. á Spáni hefur verið seld til Europacar í viðskiptum sem eru talin vera 550 milljonir evra.  Goldcar rekur 40 skrifstofur á á Spáni og eru þær allar undir í þessum viðskiptum.

Nú fer í gang áreiðaleikakannanir en áætlað er að salan gangi í gegn síðar á þessu ári.

Vegna þessa höfðum við samband við Goldcar og þeir hafa fullvissað okkur um að salan muni ekki hafa áhrif á samstarf okkar, en við fylgjumst þó náið með framvindunni.

Við höfum heyrt af nokkrum sem ekki hafa verið ánægðir með samskipti við Goldcar á sama tíma og aðrir eru mjög sáttir eins og t.a.m. varaformaður okkar sem er nú á Spáni en hann tók bíl hjá þeim aðfaranótt þriðjudags og stóð allt eins og um var samið.

Að gefnu tilefni biðjum við alla leigutaka um að lesa vel það sem við setjum inn á síðuna um bílaleigu til að forða misskilningi,  það er best að hafa öll atriði á hreinu áður en komið er á staðinn.  Við höfum samviskusamlega sett allt skilmerkilega þar inn en biðjum um ábendingar ef eitthvað er ábótavant.  Sjá síðuna um bílaleigu hér.

Deila: