Gönguklúbbur Las Mimosas Spáni

Þessi föngulegi hópur gekk í morgun í 13 stiga hita. Sólin lét sjá sig er líða tók á gönguna og þá steig hitinn að sama skapi. Gönguklúbburinn gengur alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og hefst gangan klukkan 10:30. Lagt er á stað frá horni Calle del Faisán og Calle de la Oropéndol, (þar kallast Mansana 14 í Las Mimósas) Gengnir eru mislangir hringir, sem geta verið frá 3 til 5 km, allir geta tekið þátt annað hvort með Stormsveit eða Sniglum, svo að allir ættu að finna sér gönguhraða sem hentar.   Stjórn FHS óskar eftir upplýsingum um aðra gönguhópa á Costa Blanca svæðinu.

Deila: