Hátíðarhöld á Spáni 17 júní 2017
Hæ hó jibby yeah það er að koma 17 júní.
Eftirfarandi er á vegum framtaksamra einstaklinga sem eru á Spáni 17.Júní.
Við ætlum að hittast kl 16 með krakkana þann 17 júní á sundlaugarbarnum í Las Mimosas eins og í fyrra. Krakkarnir fá frítt í sund tilboð á veitingastaðnum fyrir íslendinga. Við erum svo lánsöm að fá skólahljómsveit Kópavogs í heimsókn til okkar og vilja þau endilega taka lagið fyrir okkur. Skólahljómsveitin saman stendur af 65 krökkum á aldrinum 13-18 og verða þau í fylgd 7 farastjóra. Við munum fara í skrúðgöngu og syngja. Í boði verður andlitsmálning fyrir þá krakka sem vilja og við verðum með leiki í lauginni. Endilega mætið og fagnið deginum með okkur.
Tekið er fram að þetta er bara á vegum okkar foreldra sem eru á svæðinu og viljum fagna deginum saman. Allir velkomnir
Sjá nánar facebook