|

Klukkunni breytt á sumartíma næsta sunnudag

Næsta sunnudag færist klukkan í Evrópu yfir á sumartíma.
Næsta sunnudag færist klukkan í Evrópu
yfir á sumartíma.

Líkt og venja er færist klukkan í Evrópu yfir á sumartíma aðfararnótt næsta sunnudags. Gerist það þannig að klukkan 02:00 aðfararnótt sunnudagsins næsta, færist hún yfir á 03:00.
Þannig að frá og með næsta sunnudegi 26. mars verður tveggja tíma munur milli Íslands og Spánar.

Reglan í þessu er sú að Evrópa færist á sumartíma síðasta sunnudag í mars og síðan yfir á vetrartíma síðasta sunnudag í október.

Deila:

Skildu eftir svar