Kynning á þjónustufulltrúa FHS – Sigríður Blöndal

Við höldum áfram að kynna þjónustufulltra okkar á Spáni og næst í röðini er Sigríður Blöndal en hún er hluti af öryggisnetinu okkar og símanúmer og netfang hennar er að finna á síðunni “öryggisnetið” sem er efst á FHS síðunni.

Sigríður sem er alla jafna kölluð Sigga,  flutti til Spánar 1.sept. 2007. Allar götur síðan hún kom hefur hún meira og minna alltaf verið tilb.að snúast með fólk og leiðbeina því. Hún segist vera forvitin að eðlisfari og þess vegna hefur hún drukkið í sig upplýsingar um hvernig kerfið virkar á Spáni.  Að hennar sögn er spænskan ekkert sérstök hjá henni ennþá en hún getur bjargað sér á spænsku en hún talar ensku sem og norðurlandamálin.

Sigga aðstoðar með eitt og annað sjá verðskrá hér að neðan með þjónustþáttum.  Þess utan þá er hún að skutla fólki til og frá flugvelli og notar til þess nýlegan 7 manna bíl.  Verðskrá fer eftir fjölda farþega og búsetu þeirra þannig að það er um að gera að hafa samband við hana beint ef það vantar far til/frá flugvelli.

Þar sem ritari þekkir til Siggu þá get ég bætt við að hún er afar sýnileg og er mikið á hittingum, hún er afar félagslind, jákvæð og skemmtileg kona sem þægilegt er að umgangast.

Deila: