Ódýrari trygging & tryggingarþjónusta

TryggirÍ dag 12.6.2017 var samkomulag endurnýjað við  Tryggingar og ráðgjöf sem er stærsta vátryggingamiðlunin á Íslandi og fyrsta og eina fyrirtækið á Íslandi til að bjóða upp á Tryggingavaktina – fjárhagslegt öryggi fyrir einstaklinga og fjölskyldur.  Það er trú okkar að þessu samkomulagi muni verða vel tekið af félagsmönnum FHS.

Tryggingar og ráðgjöf hafa í 15 ár aðstoðað viðskiptavini sína að finna lausnir til að styrkja fjárhagslega stöðu sína til framtíðar.

Tryggingar og ráðgjöf er löggilt vátryggingamiðlun og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Tryggingar og ráðgjöf er óháð vátryggingamiðlun og á ekki í neinu eignasambandi við tryggingafélög. Markmiðið er fyrst og fremst að gæta hagsmuna viðskiptavinarins.

Hlutverk vátryggingamiðlara er að meta vátryggingaþörf viðskiptavinarins, ráðleggja og leita hagstæðustu tilboða í þá vernd sem viðskiptavinurinn velur. Ef viðskiptavinurinn verður fyrir tjóni, gætum við réttar hans gagnvart vátryggingafélaginu.

Með reglubundnu millibili setjum við okkur síðan í samband við viðskiptavini okkar til að endurmeta vátryggingavernd þeirra, fara yfir þá samninga sem þegar eru í gildi og athuga hvort þörf eða vilji sé til að breyta eða bæta þar um.

Tryggingar og ráðgjöf vinna jafnt með innlendum sem erlendum tryggingafélögum.

Tryggingar og ráðgjöf hafa sett af stað nýtt þjónustukerfi, fyrst allra fyrirtækja á Íslandi, sem er TRYGGINGAVAKTINA

Tryggir2

Tryggingavaktin býður félögum FHS þjónustusamning þeim að kostnaðarlausu

Með Tryggingavaktinni er ekki bara líklegt að við spörum þér peninga, við veitum þér einnig aukið öryggi.

Ráðgjafi fer ítarlega yfir vátryggingaþörf þína og fjölskyldu þinnar. Síðan er valinn sá kostur sem hentar þér og þínum best. Þannig ætti öryggi þitt og fjölskyldu þinnar að vera vel tryggt.

Þetta ferli tekur til skaðatrygginga eins og ábyrgðartryggingu bifreiðar, lögbundinnar brunatryggingar, fjölskyldutryggingar (innbú og heimili), húseigendatryggingar o.fl.

Aðstoð ef þú verður fyrir tjóni

Það er nauðsynlegt að eiga góðan bakhjarl ef tjón eða óhapp á sér stað.

Bótaskylda vátryggingafélags ræðst af því hvernig tjónsatvik voru. Það skiptir því miklu máli að tjónalýsing sé rétt og nákvæm.

Því miður gerist það allt of oft að tjónþoli, sem er óvanur að fylla út tjónaskýrslu, gerir mistök við útfyllingu, sem verður þess til þess að viðkomandi fær ekki tjón sitt bætt vegna misskilnings.

Tryggingavaktin aðstoðar viðskiptavini sína við útfyllingu tjónaskýrslu. Í sumum tilvikum myndast ágreiningur milli vátryggingafélags og tjónaþola um bótaskyldu eða bótafjárhæð.

Í þeim tilfellum býður Tryggingavaktin viðskiptavinum sínum frítt lögfræðiálit.

Hafið samband við með því að hringja í síma  590-1600 eða senda póst tryggir@tryggir.is og taka fram að þið séuð í FHS  

Deila:

Skildu eftir svar