Pistill stjórnar

Eiríkur, Bjarni, Víðir, Steinunn og Valgarð í beinni frá Spáni

Ágætu félagar

Í gær var stjórnarfundur nr. fjögur og eins og áður á þessum föstu fundum okkar voru nokkur mál á dagskrá.  Við viljum segja ykkur frá helstu málum sem eru þessi:

Staðan er varðar flugsamninga er óbreytt eins og hún hefur verið allt tímabilið.  Við höfum sent pósta öðru hvoru á Heimsferðir og fór formaður á fund framkvæmdastjóra þess og hefur sent nokkra pósta síðan.   Þar sem viðbrögð Heimsferða voru döpur þá höfum við fyrir um tveim vikum síðan sent póst á markaðsdeild Norwigian en höfum ekki ennþá fengið svar þaðan.  Við höfum s.s. ekki áhyggjur af stöðunni á meðan flugverð eru félagsmönnum hagstæð en höldum áfram að vinna í þessum dagskrárlið.

Við ræddum samstarf okkar við Goldcar.  Ritari stjórnar hafði fengið spurnir af óánægju frá aðilum sér tengdum með þjónustu Goldcar og svörum þeirra við umkvörtunum.   Stjórn hefur hins vegar ekki fengið formlegar kvartanir og þess vegna ekki þurft að koma neinu áleiðis til Goldcar.   Við viljum því biðja félagsmenn og aðra sem panta bíl hjá Goldcar í gegnum vefinn okkar um að láta okkur vita þegar þjónusta þeirra er ekki í lagi því aðeins þannig getum við komið kvörtunum á framfæri.  Við biðjum um að fá allar kvartanir sendar á netfangið umsjon@beta.turteldufur.is

Goldcar er að vinna að opnun bílaleigu hér heima 27.Juní og verða höfuðstöðvar þess í Keflavík.

Félagafjöldi við síðustu talningu var 330 og hafa nýjir félagar verið að bætast við undanfarnar vikur.

Við áformum að setja nýja heimasíðu í loftið í juní og segjum betur frá því þegar þar að kemur.

Við erum með áheyrslu á Facebook síðuna okkar en þar erum við með 992 fylgjendur í dag.  Við þurfum að ná mun fleiri fylgjendum og viljum því biðja alla félagsmenn um að bjóða facebook vinum ykkar sem áhuga hafa á Spáni að gera „like“ á síðuna okkar.  Þannig stækkum við hópinn sem er okkur mikilvægt í samtölum við aðila eins og flugfélög, bílaleigur o.s.frv.

Á heimasíðu okkar eru margar undirsíður og hefur verið unnið í nokkrum þeirra eins og Öryggisneti en þá síðu ættu allir félagsmenn að lesa og senda okkur ábendingar um.   Þá er síða að fara í loftið á svipuðum tíma og ný heimasíða fer í loftið sem heitir „Fyrstu skrefin“ Sú síða er ætluð nýjum hugsanlegum félagsmönnum og verður opin fyrir alla.  Þá eru síður í vinnslu og þróun eins og „Golfið“ „Fréttasíður“ Afsláttarbókin“ og fl.. Við biðjum alla félagsmenn um alla að skoða allar þessar síður og gefa okkur ykkar álit,  allar hugmyndir eða ábendingar eru vel þegnar á netfangið umsjon@beta.turteldufur.is eða beint í gegnum vefinn.

Við ræddum um viðburði sem FHS hefur verið að að standa að á Spáni.   Á Spáni eru landar okkar sem eru virkilega öflugir og standa fyrir allskonar viðburðum á Spáni og gert það afar vel.  Þar fer viðburarstjóri okkar hann Gummi framarlega í flokki en það eru mun fleiri.    Við höfum því ákveðið að gefa þessum öflugum einstaklingum eftir sviðið enda var það aldrei markmið í sjálfu sér að standa að viðburðum.   Stjórn vil eiga gott samstarf við alla þessa aðila og bjóðum þeim að setja sína viðburði á viðburðardagatal hjá okkur sem og segja frá þeim á facebook eða heimasíðu eins og við höfum gert, allt óbreytt hvað það varðar.   FHS mun eftir sem áður standa að aðalfundi & árshátíð á Íslandi sem og haustfagnaði á Spáni annað ekki.

Stefnt er á að vera með aðalfundur & árshátíð á íslandi viku síðar en vanalega þ.e. Laugardaginn 10. Febrúar 2018 og þá aftur í Akoges salnum eins og í fyrra.   Haustfagnaður verður á sama stað og undafarnin ár og á svipuðum tíma en dagsetning er þó ekki komin föst ennþá.

Deila: