Reikigjöld falla niður 15 júní
Ef allt gengur eftir, verðu ekki þörf á að slökkva á símareikinu (data roaming) í farsímum okkar, þegar við heimsækjum Spán eftir 15 júní, samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins verða öll reikigjöld lögð af. Allir símasamningar um símtöl, SMS og netnotkun í heimaland eiga að gilda, óháð því í hvaða Evrópulandi einstaklingar ferðast.
Sjá umfjöllun Morgunblaðsins frá 17. Mars 2017 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/03/17/sama_verd_og_heima/
Reikigjöld farsímanotenda í löndum Evrópusambandsins (ESB) og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) leggjast af um miðjan júní.
„Þá getur venjulegur notandi í venjulegri notkun farið um innan svæðisins án þess að borga hærra verð fyrir farnetsnotkun, þ.m.t. fyrir síma og gagnaflutning miðað við þá áskriftarpakka sem hann er með heima hjá sér,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.
„Þetta eru frábær tíðindi fyrir neytendur, því frá miðju ári greiða þeir sama verð innan Evrópusambandsins og hér heima á ferðalagi sínu,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í umfjöllun um breytingar þessar í Morgunblaðinu í dag.
Sjá umfjöllun um reikigjöld á heimasíðu Póst og Fjarskiptastofnun.
https://www.pfs.is/neytendur/sima-og-netnotkun-i-utlondum/
Álag fellur niður 2017 – sömu verð og innanlands
Gert er ráð fyrir því að álagið falli niður um miðjan júní 2017 ef íslensk stjórnvöld hafa þá innleitt reglugerð ESB þar að lútandi. Eftir að sú breyting tekur gildi munu neytendur borga það sama fyrir símanotkun og gagnamagn á ferðalögum innan EES-svæðisins og þeir greiða heima. Þá munu verða sett ákvæði um sanngjörn hámarksnot á reikiþjónustu miðað við venjuleg ferðalög, svokölluð “fair use” ákvæði. Heimilt verður að leggja álag á notkun sem er umfram það sem telst til sanngjarnrar notkunar.
Nú þegar hefur Vodafone á Spáni fellt niður reikigjöld af spænskum farsímanotendum, aðrir símamiðlarar munu fella niður reikigjöld 15 júní, sjá umfjöllun The Currier News hér.