Rekigjöld falla niður í dag, hvað merkir það fyrir FHS félaga.

Rekigjöld verða afnumin innan rikja Evrópusambandsins og EFTA í dag, en hvaða þýðir það ?.

Nú verður hægt að fara með farsíma í hvaða evrópuland sem er og greiða fyrir samkvæmt verðskrá símafélags sem átt er í viðskiptum við hverju sinni og á ekki að skipta máli hvort símafélagið er íslenskt eða spænskt.  Þeir sem eru búsettir á Spáni og eru með spænskan síma geta tekið síman með til Íslands og notað hann þar og öfugt án þess að borga sérstakt álag.

En þetta er kannski upphafið að ennþá meiri breytingum og í því sambandi má benda á að Síminn hefur nú þegar sagt viðskiptavinum sínum að þeir geti nú tekið sjónvarpsbox frá þeim með í ferðalagið og horft á sjónvarp þar sem þeir eru hverju sinni. Það eina sem þarf er net og beinir “router” til að stinga boxinu í samband við netið og síðan HDMI snúruna í sjónvarpið.  Sjá heimasíðu Simans hér.

Þar sem ég er farinn að skrifa um sjónvarp þá má geta þess að margir íslendingar sem dvelja á Spáni hafa keypt sjónvarpsbox af Feris og farið með út.  Sama aðferð er viðhöfð box er sett í samband við netið og opnar það allar íslenskar stöðvar og nokkrar erlendar líka.   Verð hjá þeim er i dag er 29.500 kr en ekkert mánaðargjald þar sem notandi á boxið.    Félagsmaður sagði ritara að með nýjastu uppfærslu Feris þá er hægt að nota tímaflakkið.  Sjá upplýsingar frá Feris hér

Á Spáni er margir aðilar að selja IPTV box, verð er misjafnt milli aðila og en áhugasamir ættu að spyrja landann en hér er síða sem ritari fann á vefnum.

Félagar við erum að benda á möguleikana sem eru að opnast í fjarskiptamálum fyrir okkur þessa dagana. Við getum ekki og erum ekki að mæla með einum þjónustuaðila umfram annan það er ekki okkar hlutverk.                  

 

Deila: