Frumherji

FHS og Frumherji ehf hafa samið um afsláttarkjör til félagsmanna FHS. Samningurinn gildir í ár hið minnsta og vænta báðir aðilar þess að félagsmenn notfæri sér þennan góða afslátt.
Frumherji hf er leiðandi fyrirtæki á sviði skoðana, prófana og tækniþjónustu á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú rúmlega 100 manns á 8 mismunandi sviðum. Þar er um að ræða færa einstaklinga sem njóta fyrsta flokks þjálfunar og aðbúnaðar við sín störf. Frumherji rekur starfsemi á 30 stöðum á Íslandi. Höfuðstöðvar félagsins eru að Hesthálsi 6-8 í Reykjavík.

Gegn framvísun á gildu félagskorti FHS fær félagsmaður 20% afslátt af verðskrá á hverjum tíma.