Hotel KeflavíkSkuldlausum félagsmönnum í FHS bjóðast nú sérstök afsláttarkjör á gistingu og geymslu á bíl í allt að 4 vikur hjá Hótel Keflavík.  Hér kemur tilboðið frá Hótel Keflavík:

Félögum í Félagi Húseigenda á Spáni stendur til boða sérstök kjör á gistingu á Hótel Keflavík. Við bjóðum gistingu í Deluxe herbergjum ásamt glæsilegu morgunverðahlaðborði. Á hótelinu er er rómantískur veitingastaður, heilsurækt með gufubaði og ljósabekkjum. Við geymum bílinn fyrir gesti og ökum þeim uppá flugvöll.

Almennt vetrarverð Deluxe herbergja með afslætti til FHS. Vetrarverð eru frá 1.okt – 30apríl 2017.

Fullt verð kr.19.800 en til FHS kr.13.800   eins manns herbergi

Fullt verð kr.26.800, en til FHS kr.18.800 tveggja manna herbergi

Fullt verð kr.33.800, en til FHS kr.23.800 þriggja manna herbergi

Fullt verð kr.44.800, en til FHS kr.28.800 fjölskylduherbergi

Innifalið í gistiverði er gisting í eina nótt, morgunverðarhlaðborð frá kl 05.00 alla daga, aðgangur að Lífstíl líkamsræktarstöð, heitir drykkir í setustofu, geymsla á bíl í allt að 4 vikur og akstur til eða frá flugvelli.

Hótel Keflavík er fyrsta flokks hótel í miðbæ Reykjanesbæjar. Aðstaða fyrir ráðstefnu og árshátíðir er öll hin besta og er afþreying á svæðinu í miklu úrvali. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu í hvívetna og eru tilbúin að vera ykkur innan handar varðandi aðra þjónustu s.s. hópferðabíla, skoðunarferðir, tónlistaratriði eða hvað sem ykkur kynni að vanta í tengslum við heimsókn ykkar. Í Reykjanesbæ eru margir verðugir staðir til að heimsækja eða skoða sem og á Reykjanesi þar sem nokkrar af perlum íslenskra náttúru eru auk Bláa Lónsins, Víkingaheima, Orkuversins Jörð og svo mætti lengi telja.

Veitingastaðurinn er þekktur fyrir góðan mat í fallegu umhverfi og bjóðum við uppá að uppfylla séróskir viðskiptavina okkar.

Afsláttur gildir líka yfir sumartímann en þá frá fullu sumarverði.

Félagsmenn geta haft samband við hótelið í tölvupósti (stay@kef.is) eða í síma 420-7000 til að bóka herbergi á þessum verðum. Taka þarf fram við bókun að viðkomandi vilji nýta sér afsláttinn.

Hótel Keflavík Vatnsnesvegi 12 – 14 Keflavík.  Bókunarsími s.420 7000