Skemmtileg ferð búin, önnur í undirbúningi.

Í gær 21.mars fór 120 manna hópur íslendinga í dagsferð til Calpe, Altea og Guadalest.  Ferðin heppnaðist afskaplega vel og mikil ánægja meðal ferðalanga og eru fésbókarsíður margra þeirra hlaðnar myndum frá ferðinni.   Þeir sem skipulögðu ferðina eru þau Gummi og Friðbjörg, Hanna María og Hjalli sem hafði gitarinn með í för og var söngur og gleði með í för.   Það er gaman að geta þess að Gummi er viðburðarstjóri FHS og konan hans hún Friðbjörg sterkur bakhjarl,  þá er hún Hanna María er starfsmaður FHS.  Þetta fólk sem og aðrir sem komu að skipulagi á þakkir skyldar fyrir frábært skipulag og góðan undirbúning.

Gummi viðburðastjóri FHS er nú þegar farin að skipuleggja vorferð fyrir FHS sem verður farinn í Apríl en það er ekki endanleg dagsetning kominn á þá ferð.  Ferðin í gær gefur góð fyrirheit um það sem koma skal og geta FHS félagar átt von á skemmtilegri vorferð í ár.

Að gefnu tilefni viljum við upplýsa að félagsmenn þurfa ekki að vera húseigendur til að gerast félagar í okkar frábæra félagi FHS, þeir sem áhuga hafa á að vera með í sístækkandi hópi skemmtilegs fólks endilega að skrá sig í félagið og njótið þess sem félagið hefur upp á að bjóða.

Hér neðar er video og síðan myndir frá þessari frábæru ferð.

 

https://www.facebook.com/jon.g.gudnason/videos/10210583265410685/

 

 

Deila: