Stjórnarpistill juní

Stjórn FHS sat fund nr 5. síðdegis í gær.  Við erum kominn inn í sumartíman og bar fundurinn þess merki þar sem fundarmenn voru aðeins þrír.                                                                                                                                                                         Það sem er helst að frétta er eftirfarandi:

Við höfum átt í nokkru sambandi við Goldcar síðustu daga og verðum áfram.  Eins og sagt hefur verið frá þá hefur Goldcar verið selt til Europacar en  ekki er gert ráð fyrir að salan verði að fullu frágengin fyrr en í haust.  Við höfum spurt um okkar stöðu og verið sagt að þessi salan muni engin áhrif á okkar samstarf, en við munum fylgjast með framvindu mála.   Við höfum beðið Goldcar um að laga fáein atriði fyrir okkur sem þeir hafa þegar gert en það tengist verðupplýsingum á síðunni okkar og villu sem þar er búin að vera alltof lengi.    Við erum að skoða með þeim að útbúa einblöðung sem verður á spænsku og íslensku þar sem útlistað verður hvað er innifalið í okkar samningi og verður þá undirskriftað af beggja aðila.  Þetta er gert til að viðskiptavinir geti prentað út samkomulag og haft með sér út og afhent starfsmönnum Goldcar erlendis og er hugmyndin með þessu að lámarka allan miskilning.    Þær kvartanir sem við höfum fengið vegna Goldcar snúa að tryggingum,  upplýsingar um þær eru á síðunni okkar en oft ekki lesin sem getur skapað óþarfa pirring þegar út er komið.

Við erum ekki með samning um flug en við erum með augun opin fyrir öllu sem er að gerast á þeim markaði og komum til ykkar hingað á síðuna.   Við fengum nýlega upplýsingar frá Norweigina um hvað þeir hyggjast gera nú í haust og vetur og sögðum við frá því hér á síðunni og á facebook líka þar sem við báðum menn að gera “like” við þá frétt þar sem Norweiginan er að fylgjast með okkur þar.    Við höfum skráð okkur á alla póstlista hjá flugrekendum og ferðaskrifstofum og munum birta það sem er áhugavert frá þeim til ykkar bæði hingað á síðuna sem og á facebook.

Við erum og höfum verið með áherslu á facebook þ.e. að ná til sem flestra á Facebook en fylgjendur okkar í dag eru 1100 manns en voru 700 þegar við hófum þetta átak.  Við höfum sett markmiðið á 2000 manns áður en tímabilið er búið.   Almennur félagsmaður getur aðstoðað okkur þarna og sent boð á vini og vandamanna sem eru að fara á Spán eða hafa áhuga á spánarmálum að líka við „like“ facebook síðuna okkar með því móti stækkar hópurinn hratt.

Við viljum halda í söguna og þess vegna höfum við sent e-póst á fyrrum formenn félagsins og beðið þá um að setja niður á blað upplýsingar frá þeim tíma sem þeir voru formenn.   Hverjir voru í stjórn á hverjum tíma og hver voru helstu viðfangsefnin.  Auðvitað er aðeins hægt að stikla á stóru í svona upprifjun en samt gaman fyrir nýja félaga að fá smá innsýn inn í sögu félgasins.  Ekki hafa allir formenn svarað erindi en þeir sem hafa gert það hafa tekið vel í þessa beiðni okkar.

Það er mikið um nýskráningar í félagið þessa dagana sem er ánægjulegt og eru félagsmenn í dag um 350.  Við teljum að það sé vegna okkar vinnu á facebook þar sem við reynum að vera sýnileg.  Það eru margir nýjir sem eru að fjárfesta í fasteign á Spáni og mikilvægt að við náum til þeirra og er facebook oft það fyrsta sem leitað er í.

Á fundi í gær var samþykkt að frá næsta tímabili munum við senda tvö félagskort með hverri aðild.   Með þessu erum við að mæta beiðnum marga félaga okkar um að báðir makar hafi kort og geti nýtt sér afsláttarkjör sem eru í boði hér heima og erlendis og eins þá erum við að gera báðum aðilum jafn gilda sem meðlimi í okkar ágæta félagi.  Þegar þetta er komið til framkvæmda þá telja félagsmenn helmomgi fleiri en þeir eru m.v. aðferð sem er viðhöfð í dag.

Við erum með heimasíðu í smíðum og er hún á lokametrum.  Við getum líklega ekki sett hana í loftið fyrr en í Júlí þar sem verið er að finna lausn við að færa allar notendaupplýsingar á milli  kerfa en hér neðar er mynd af útliti á nýrri heimasíðu,  hún mun þó þróast áfram og styðja sem best við okkar þarfir.  Nýja síðan gefa okkur möguleika á að gera kannanir meðal félagsmanna en það getum við ekki gert í dag.

Deila: