Sveinn Arnar Nikulásson – Takk fyrir

Þar sem formaður hefur fengið spurningar frá félagsmönnum um fyrrum starfsmann okkar Svein Arnar Nikulássson fannst okkur rétt að upplýsa félagsmenn um tíma Sveins hjá FHS og koma á framfæri þakklæti til hans.   Sveinn hefur verið farsæll í starfi og kann stjórn, félagið sem og félagsmenn allir honum bestu þakkir fyrir alla þá hjálp sem hann hefur veitt félagsmönnum þau 13 ár sem hann starfaði fyrir félagið.

Sveinn var starfsmaður okkar frá 2003 þar til hann hætti í ferbúar 2016 eða í 13 ár eins og áður segir.  Hann var með samning við félagið sem hann uppfyllti og ekki við öðru að búast.   Verkefnin sem Sveinn vann fyrir félagsmenn voru misjöfn en eitt og annað getur komið upp á og þarf að leysa úr.  Sveinn kom í nokkur skipti að mjög erfiðum málum sem reyndi á hann tilfinnanlega en ég ætla ekki að rekja hér, en alltaf leysti hann þau mál farsællega og fengu stjórnarmenn í nokkur skipti að heyra af fagmennsku hans og nærgætni þegar þannig háttaði.   Tíminn mótaði Svein sem ávann sér mikla reynslu, þekkingu og traust á löngum starfstíma.  Hann vann með sex formönnum á tíma sínum fyrir félagið og mun fleiri stjórnarmönnum.  Eins og áður segir þá voru mál og tímabil mis erfið, Á Íslandi varð efnahagshrun og gengi krónu hrundi, þá reyndi á Svein og áreitið var mikið.  Félagsmenn margir spurðu hann út í allskonar hluti tengdum fasteignum sínum.  Spurningar um hvort hægt væri að halda eign, hvort hægt væri að semja við bankana, hvort hægt væri að skila inn lyklum o.s.frv. þetta brann á félagsmönnum sem margir leituðu til Sveins. Hann gat oftast gefið svör strax en ekki alltaf en í þeim tilfellum sem hann gat ekki svarað strax þá leitaði hann svara annarsstaðar áður en hann svaraði, því honum var umhugað um að gefa rétt svör.  Það komu félagar til Sveins sem farið höfðu annað í upphafi og fengið rangar upplýsingar sem gerðu mál enn erfiðari og þurfti hann að snúa ofan af þannig málum sem oftar en ekki tók langan tíma og sum reyndar enduðu hjá lögmönnum.   Tími gjaldeyrishafta var kominn „reyndar rétt liðinn“ og fékk Sveinn margar spurningar því tengdu og leysti úr málum sem best hann gat.    Svona er hægt að halda áfram, verkefnin voru allskonar stór og smá sem hann fékk á sitt borð til að leysa úr.

Í mörg ár fór mikill tími hjá Sveini í að setja saman Handbók fyrir okkur.  Þeir sem til þekkja vita að  það er gríðarleg vinna sem fer í að viða að sér efni, þýða og setja fram á svo aðgengilega máta eins og hann gerði.   Hann þurfti líka sífellt að lesa yfir og uppfæra það sem þurfti að uppfæra.  Stjórnin nýtur núna góðs af þessari vinnu hans og höfum við notað efni frá honum og sett inná síður hjá okkur og í því samabandi er hægt að benda á síðuna öryggisnetið en þær eru fleiri hér á heimasíðunni.

En tímarnir breytast og félagið líka það sem er í dag þarf ekki að vera á morgun og margt sem þarf að skoða o.s.frv.  Þegar félagsmenn voru flestir vorum þeir öðru hvoru megin við 700 en eru í dag rétt rúmlega 300.   Starf okkar þarf því sífellt að vera í endurskoðun og þarf að sníða félaginu stakk eftir vexti frá ári til árs.  Stjórnin 2012-2013 spurði sig spurninga um rekstrarform allt skoðað og þar var hlutverk starfsmanns engin undantekning.    Þá kom þessi hugmynd fram sem nú er komin á og við köllum í dag „öryggisnetið“ hún gengur út á að fá góða FHS félaga sem eru með búsetu á svæðinu til að vinna saman og mynda öryggisnet.   Það vannst ekki tími  til að klára umræðuna á þeim tíma, aðrir tóku við og tóku málið áfram og settu í þann farveg er í dag.   Þessi breyting var á engan hátt gagnrýni á persónuna Svein Arnar eða hans vinnu.  Í upphafi var horft til Sveins til að leiða starfið, en til að gera langa sögu stutta þá náðist ekki saman á milli aðila.

Því miður kemur stundum upp ágreiningur á milli einstaklinga og eru félagsmenn engin undantekning hvað það varðar en það á að halda félaginu fyrir utan allan persónulegan ágreining og að okkar mati á að leitast við að jafna slíkan ágreining milliliðalaust og aldrei að nota heimasíðu félagsmanna til að opinbera ágreining og þannig bjóða örðum að taka þátt því þá fyrst verða málin erfið.   M.a. vegna þessa var eitt fyrsta verk núverandi stjórar að taka út athugasemdakerfi og spjallþráð sem var fyrir hendi á heimasíðu okkar.  Það var að okkar mati farsæl ákvörðun og hafa margir félagsmenn lýst yfir ánægju með þá ákvörðun.

Við erum lítið félag sem samanstendur af um 300 félagsmönnum og er það stofnað til að sameina okkur sem deilum áhuga okkar á Spáni og samfélaginu þar.  Félagið má ekki verða til þess að sundra og á að rúma alla óháð skoðunum okkar.  Skoðanir og stefnur á að ræða á aðalfundi sem er haldinn í febrúar ár hvert og er opinn öllum félagsmönnum.  Sameinaðir stöndum við en …

Hvað stjórn varðar þá hörmum við umræðuna sem  birtist á vef okkar í kjölfar fréttar um starfslok Sveins sú umræða öll hefur verið tekin út. Stjórn FHS ítrekar þakkir okkar til Sveins Arnars hann á þær allar svo mikið skilið og vonumst við til að fá að njóta starfskrafta hans sem fyrst aftur á einhvern hátt.

 

F.h. Stjórnar

Víðir Aðalsteinsson

Deila: