Umferðatafir í kringum Torrevieja.

Nú er tími sumarleifa Spánverja hafinn með tilheyrandi umferðarþunga, þá sérstaklega á N-332, þar sem allir vilja komast á ströndina, áætlað er að daglega fari 6.700 fleiri bílar en fyrir 10 árum samkvæmt  upplýsingavef Torrevieja Information.

Verstur mun vera kaflinn frá gilinu eftir syðra hringtorgið að La Mata, til gatnamótanna á CV- 905 til Crevelente, þegar verst lætur getur þetta orðið allur einfaldi kaflinn á N-322 framhjá Torrevieja.

Vinsælasta sumarfrí tímabil Spánverja er Júlí og Ágúst, þá flykkist fólk frá heitari landssvæðum Spánar til strandar.

Deila: