Vorferð FHS – takið daginn frá.

Vorferð FHS verður farinn sumardaginn fyrsta 20.Apríl n.k. Undirbúningur er kominn af stað og gengur vel en þó er of snemmt að greina frá hvert verður farið.

Það þarf ekki að eiga hús til að gerast FHS félagi.  Þeir sem vilja ganga í félagið geta skráð sig með því að smella hér.  Árgjald er 4500 kr og gildir eitt kort fyrir hjón eða par.  Með félagskort í veskinu er víða hægt að fá afslætti á Íslandi og á Spáni og bendum við á afsláttarbók til að skoða alla afslætti sem okkur stendur til boða.

Ef þú ert jákvæður, hress og skemmtilegur en vissir ekki af tilvist FHS þá er um að gera að skrá sig núna og vera með.  Félagið verður 28 ára í ár en stofndagur er 12. nóvember 1989.  Sögu félagsins er að finna hér.

 

Deila: