Á dögunum tókst samkomulag milli skoðunarfyrirtækisins Aðalskoðunar hf. og Félags húseigenda á Spáni, FHS. Samningurinn nær til skoðunar ökutækja en fyrirtækið á og rekur margar skoðunarstöðvar vítt og breitt um landið sjá heimasíður þeirra með því að smella á logo þeirra.

Samkomulagið felur í sér 10% afslátt af skoðun ökutækja hjá fyrirtækinu gegn framvísun á gildu FHS skírteini.
Það er gaman að geta sagt frá því að framkvæmdastjóri Aðalskoðunar, er tengdur FHS, því kona hans er félagi í FHS.

Aðalskoðun annast alla skoðunarþjónustu fyrir ökutæki. Einnig móttöku eigendaskipta, meðhöndlun númera og aðra skráningarþjónustu tengda ökutækjum. Skoðun ökutækja á vegum Aðalskoðunar hf. hófst í janúar 1995 og hefur því fyrirtækið starfað í 16 ár. Hjá Aðalskoðun vinna 35 manns, 21 karlmaður og 14 konur. Fleiri eftirlitssvið hafa síðan bæst við síðan þá og sinnir Aðalskoðun í dag ráðgjöf fyrir fyrirtæki í Sjávarútvegi og Markaðseftirliti með rafföngum fyrir stjórnvöld ásamt skoðunum ökutækja.