FHS og Bílabúð Benna hafa samið um afsláttarkjör til félagsmanna FHS. Samningurinn gildir í ár hið minnsta og vænta báðir aðilar þess að félagsmenn notfæri sér þennan góða afslátt.  Félagsmenn fá afslátt gegn því að framvísa gildu félagskorti en kort fyrir 2011 eru með koða sem endar á 11.

Eftirfarandi er afsláttur sem Bílabúð Benna veitir FHS félögum – gegn framvísun gildu félagskorti FHS. 

10% af öllum vörum í verslun Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23

15% af öllum dekkjum og 20% af umfelgun – Þjónustumiðstöð Tangarhöfða 8

15% af olíu og olíusíu og 20% vinnu við smurþjónustu

Þjónustumiðstöð Tangarhöfða 8 Bílaþjónustan er í nýrri þjónustumiðtöð að Tangarhöfða 8 og verslun að Tangarhöfða 8.  Þar er öll almenn dekkjaþjónusta, smáviðgerðir (bremsur, peruskipti o.fl) og almenn smurþjónusta.

Í versluninni er boðið upp á fjölmarga hluti en hún er staðsett neðar í götunni, að Vagnhöfða 23.

-Rúðuþurrkur-Vara og aukahluti í flesta gerðir bíla -Verkfæri-olíur og smurefni -Allt fyrir jeppaáhugamanninn -Mótorhjólaföt, hjálma og skó -Hjólkoppa – felgur- o.m.fl.

Bílabúð Benna
Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík