Notendaskilmálar heimasíðu FHS

  • Heimasíðan www.fhs.is er rekin af Félagi húseigenda á Spáni og gilda þessir notendaskilmálar um notkun á vefnum www.fhs.is  og öllum tengdum lénum og undirsíðum.  Með því að ljúka innskráningu staðfestir þú að þú hafir skilið skilmála þessa og samþykkir þá.
  • FHS áskilur sér rétt til að loka eða rifta þjónustu sem félagið veitir, án þess að sá sem notar þjónustuna eða þriðji aðili öðlist með því rétt til skaðabóta.
  • Notandi fær notendanafn og lykilorð við nýskráningu. Við innskráningu á síðuna www.fhs.is samþykkir notandi skilmála þessa.  Notandi ber fulla ábyrgð á því sem það notendanafn gerir á www.fhs.is eða tengdum lénum.
  • Notandi ber fulla ábyrgð á öllum skrifum, myndbirtingum, myndbandabirtingum og öðru efni sem hann birtir á síðu  félagsins.
  • FHS ber ekki ábyrgð á að þjónustan standist ákveðnar kröfur notanda eða að hún sé ávallt virk.
  • FHS ber ekki ábyrgð á þeim gögnum sem glatast.
  • Auglýsingasendingar á netföng félagsmanna eru óheimilar í gegnum síðu FHS.
  • Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni eða nokkru öðru er veldur skaða. Ennfremur að hafa ekki í hótunum, áreita eða særa með skrifum sínum. Stjórn FHS hefur úrslitavald komi upp ágreiningur varðandi það.
  • Ef notandi gerist brotlegur við reglur þessar verður aðgangi hans að heimasíðu FHS, www.fhs.is, lokað.