Hér söfnum við saman á einn stað efni sem tengist öryggi okkar. Fókus okkar er á verkefninu og viðræður að fara af stað við aðila á Spáni. Niðurstöður verða kynntar að þeim loknum.
Þjónustuaðilar FHS á Spáni.
Már Elíson : Öryggis & þjónustusími – : (0034) 619 612 313
Þarftu lögfræðiaðstoð? aðstoð við skattaskýrslur? aðstoð við erfðaskýrslu?
Hafið samband við Manuel Zeron hjá Cove Advisers og hann aðstoðar þig eða hafðu samband við lögmennina í GM Leagal services og fáðu aðstoð frá þeim.
Borgaraþjónustan veitir íslendingum erlendis viðtæka aðstoð og er síminn þar er 354-545 9900 og þar er vakt allan sólarhringinn, dæmi um aðstoð er eftirfarandi.
- Andlát erlendis
- Útfarir og tryggingar
- þín réttindi erlendis
- Íslensk skjöl erlendis “Notorial”
- Útgáfa skilríkja erlendis
- Tvisköttunarsamningur
Vegabref – sjá upplýsingar hér og hér
Neyðarnúmer lögreglu, sjúkrábíla og slökkvilið er 112
NEYÐARSÍMI FHS er í höndum starfsmanns. Símanúmerið er 619 612 313 og má hringja í það allan sólarhringinn í neyðartilfellum. Þrátt fyrir NEYÐARSÍMA FHS, skal bent á að í bráðatilfellum er ráðlegt að hringja fyrst í 112 og er þar töluð enska. Síðan má hringja í neyðarsíma félagsins eða aðra samstarfsaðila, ef þörf er á áframhaldandi aðstoð.
- Símanúmer valinna lögreglustöðva, ath að það er ekki víst að viðmælandi tali ensku.
- Nýtsamlega símanúmer – Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar
Vertu með gilt ökuskirteini. Þeir sem skrá búsetu á Spáni þurfa innan tveggja ára að sækja um endurnýjun á ökuskirteini ef gildistími þess er lengri en 15 ár. Þetta er gert með því að panta tíma í gegnum netið og taka einfalt próf í ökuhermi sem og sjónpróf. Sjá nánari upplýsingar hér. Síðan þarf að mæta í Trafico í Alicante með nýja mynd. Trafico gefur út nýtt skirteini sem gildi í 15 ár. Manuel Zeron hjá Cove getur aðstoðað ef óskað er eftir því.
Upplýsingar um akstur á hringtorgum á Spáni
Upplýsingar fyrir lífeyrisþega og öryrkja á Spáni
Eftirfarandi er úr Handbók FHS – höfundur Sveinn Arnar Nikulásson – smellið á fyrirsagnir til að opna skjölin.
Tryggingar – Útvarpsviðtal um ferðatryggingar
Almannatryggingar – evrópska sjúkratryggingakortið
Flutningur milli land “heilbrigðisþjónusta” tryggingar og réttindi sjá fróðlegt video
Að gefnu tilefni viljum við benda félagsmönnum á að kynna sér gildistíma ferðatrygginga í kortum heimilistryggingum. Í flestum tilfellum er gidistími frá 60-90 dagar sem er of stuttur tími fyrir þá sem dvelja langtímum erlendis en hægt er að kaupa viðtækari ferðatryggingu af tryggingafélögum hér heima.
Till FHS félaga 2017 – Höfundur Hólmsteinn Björnsson
Þjóðvegir – hraðbrautir og umferðareglur
Læknar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og apótek
Rafmagn á Spáni er dýrt en það er hægt að lækka kostnað með ýmsum leiðum, hér á heimasíðu Ibredrola má finna nokkur ráð.
Vantar iðnaðarmann, það er mælt með þessum:
Vicente Cordova er alhliða iðnaðarmaður, flísalagnir, málingarvinna, rafmagn os.f. hefur unnið fyrir marga íslendinga og er klárlega hægt að mæla með honum. Hafðu samband í síma í síma + 34 690 262 424 íslenskur tengiliður.
Rafvirkjaþjónusta sem íslendingar vísa á
Binni rafvirki.+ 34 685018339
Loftur smiður og meira til +34 600628381
Fékk frábæra þjónustu og vinnu hjá þessu fyrirtæki og verð bara að mæla með þeim ef einhverjir eru í þeim hugleiðingum að fá sér moskítónet eða lokun á sturtu / baðkar. Fagmenn fram í fingurgóma, vönduð vinna og mjög gott efni. Ég skoðaði hjá mörgum og endaði með að kaupa frá þessu fyrirtæki og sé sko ekki eftir því. Þau eru með bása á Sítrónu trés markaðinum, nr 118 og 119http://www.superinsectscreenssl.com/