Dagsferð til Alcalá Del Jucár fimmtudaginn 13. nóvember 2025.

Hið ólýsanlega landslag er samanstendur af Jucár-gljúfrinu er einstaklega hrífandi. Þorpið Alcalá Del Jucár er staðsett á kletti á botni árinnar Segura.

Hellahúsin
Hellahúsin í hlíðinni eru ótrúleg sjón þar sem þau halla upp í átt að kastalanum á toppi gljúfursins sem býður upp á víðáttumikið útsýni yfir þorpið.
El Mirador
Eftir stuttan frjálsan tíma í þorpinu Alcala Del Jucar höldum við í stutta en hrífandi ferð upp dalinn á heillandi El Mirador veitingastaðinn þar sem við njótum dýrindis þriggja rétta máltíðar (vín og vatn er innifalið). El Mirador þýðir (útsýnisstaður). Þetta er án efa eitt stærsta aðdráttarafl veitingahússins (sem og fjöldi óvenjulegra gæludýra).
Útsýnið yfir gilið og þorpið er kraftmikið, hrífandi og fullkomnar máltíðina.

Eftir frábæra máltíð okkar förum við aftur í þorpið. Fyrir þá sem fara gangandi undir okkar handleiðslu, liggur leiðin í hinn sérkennilega “Djöflahelli”! Þessi hellir er bókstaflega í eigu “djöfulsins”!

El Diablo
“Djöfullinn” er vingjarnlegur en sérstakur persónuleiki að nafni Juan Jose Martinez, sem á árum áður var frægur spænskur nautabani er gekk undir nautabardaga nafninu El Diablo (Djöfullinn).
Juan Jose veit fátt skemmtilegra en að segja frá nautabanaferli sínum og sitja fyrir á myndum.
Athugið að hellarnir rukka lítinn aðgangseyri sem er ekki innifalið í verði ferðarinnar.
Lagt verður af stað:
- Frá La Zenía mollinu (stóra planið gegnt Decathlon) kl. 09:15
- Frá Torrevieja (lögreglustöð) kl. 09:30
ATHUGIÐ: Þorpið er staðsett í aflíðandi hæð og því eru ekki öll svæði (þar með talið hellarnir) aðgengileg fólki sem á erfitt með gang.
