Dagsferð til Lorca

✴︎ Lorca

— 13.05.2025

Kæru FHS félagar og aðrir velunnarar félagsins á Costa Blanca ströndinni.

Nú er komið að næstu ferð hjá Ferðaklúbbi FHS.

Þriðjudaginn 13. maí 2025 nk. fer Ferðaklúbbur FHS í skoðunarferð til 

Lorca í Murcia-héraði

Fararstjórar eru Jón Haukur Sigurðsson og Ásdís Sigurðardóttir.

Við kynnum okkur þessa fallegu borg sem er með mörg falleg hús í Barrokk-stíl og einnig með falleg og áhugaverð söfn sem eru með einstakan útsaum sem tengist páskaskrúðgöngum borgarbúa sem eru þekktar um allan Spán og laða að sér mikinn fjölda ferðamanna í Páskavikunni.

Einnig heimsækjum við kastalann í Lorca sem er reistur árið 1240 á hæð fyrir ofan bæinn og er stórkostlegt útsýni þaðan yfir borgina og nágrenni.

Við förum þriðjudaginn 13. maí 2025

Rútan fer kl. 9:15 frá lögreglustöðinni í Torrevieja og 9:30 frá stóra planinu hjá Zenía mollinu

Hægt að panta miða hjá Jóni Hauk fararstjóra í síma 34-688 44 3609.

Verð á mann í ferðina eru 30€ og verða miðar seldir og afhentir á hittingum FHS alla föstudaga fram að ferðinni á IVY bar.

ATH! Ekki innifalið: Matur í ferðinni – Inngangur á söfn eða í kastalann.

Nokkrar myndir frá Lorca.

Deila: