Dagsferðir til Villajoyosa

✴︎ Villajoyosa

og valor

— 28.04.2025 og 30.04.2025

Villajoyosa og súkkulaðiverksmiðjan VALOR

Kæru FHS félagar og aðrir velunnarar félagsins á Costa Blanca ströndinni.

Nú er komið að næstu ferðum hjá Ferðaklúbbi FHS.

Við förum mánudaginn 28. apríl og miðvikudaginn 30. apríl að heimsækja þann fallega bæ Villajoyosa sem oft er kallaður „The Joyful Town“ eða „Gleðibærinn“.

Við heimsækjum gamla bæinn sem þekktur er fyrir sín sérkennilegu mjóu og háu, marglitu hús sem eru í gamla bænum og við ströndina og þar eru einnig margir frábærir veitingastaðir sem við getum heimsótt.

Síðan verður farið í heimsókn í VALOR súkkulaðiverksmiðjuna í bænum, og skoðum safnið þeirra og fræðumst um sögu súkkulaðsins á Spáni sem er samofin sögu Valor. Þá göngum við um verksmiðjuna og kynnum okkur hvernig framleiðslan fer fram. Að lokum getum við keypt hjá þeim súkkulaði á góðu verði.

Verð á mann fyrir ferðina er 25 Evrur.

Miðasala á næsta hittingi FHS á Ivy bar.

Einnig er hægt að panta í ferðina hjá fararstjóranum Jóni Hauki Sigurðssyni í síma +34 688 44 3609 eða í tölvupósti á jo*********@***il.com.

Við förum mánudaginn 28. apríl 2025 og miðvikudaginn 30. apríl 2025

Mæting er kl. 9:30 á stóra planinu hjá Zenía mollinu og kl. 9:45 hjá lögreglustöðinni í Torrevieja og kl. 10:00 hjá La Marína. 

Þetta er ferð sem vont er að missa af!

Hleðsla

Deila: