Tekist hefur samvinna milli FHS og einkarekinnar læknastofu Dr. J.M. Paz í Torrevieja. Boðið er upp á komu á stofu, og einnig heimsóknir til fólks. Rétt er að árétta, að hér er um að ræða almenna læknisþjónustu. Í alvarlegum tilfellum er minnt á að hringja í 112. Á læknastofunni er töluð enska, þannig að hafa má samband við öryggisfulltrúa FHS sé þörf á túlkun.  Sjá nánar á heimasíðu.

Verðskrá:

Verð fyrir komu á stofu eru 50 evrur, heimsóknir til fólks á virkum dögum kosta 90 evrur og heimsóknir að kvöldi, næturlagi eða um helgi kostar 120 evrur.

Frá þessu verði fá félagar FHS 25% afslátt. Til að njóta afsláttarins, þarf að framvísa félagsskírteini FHS.

 

Læknastofur Dr. J.M. Paz eru á þessum stöðum:

 1. Torrevieja – Opið frá 9:30 – 12:00
  Calle Francisco Atienza Ferrandez 47
  Urb. Jardin del Mar 2
  03185 Torrevieja

 

 1. La Marina – Opið frá 12:30 – 13:30
  C/ Mar Jónico 4, Local 23
  Centro Comercial Bahía del Segura
  La Marina (San Fulgencio)

 

 1. Orihuela Costa – Opið frá 16:00 – 17:30
  Urb. Rocio del Mar
  Villas Don Quijote bloque F2 – 2ºPiso nr 50
  Orihuela Costa

 

Símanúmer á ofangreindum læknastofum, sem og neyðarsími, opinn allan sólarhringinn, er 653802785.